Mark Gonzalez til Betis
Mark Gonzalez er kominn til æfinga hjá Real Betis. Kaupverðið er talið vera um 3,5 milljónir punda.
Chile-búinn náði sér ekki á strik með Liverpool og hvarf á braut eftir aðeins eitt tímabil með félaginu.
Gonzalez var 20 sinnum í byrjunarliði Liverpool og kom inná í alls 16 leikjum. Hann skoraði 3 mörk gegn Fulham, Maccabi Haifa og Tottenham. Mikil eftirvænting ríkti eftir komu hans en hann olli miklum vonbrigðum og heldur aftur til Spánar eftir heldur stutta dvöl hjá félaginu.
Samningurinn við Betis var háður því að Betis næði að halda sæti sínu í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið bjargaði sér og þegar Gonzalez hafði lokið keppni í Suður-Ameríku keppninni gekk hann til liðs við Betis.
Mark Gonzalez sagði í viðtali við spænska blaðið Marca: "Ég hef verið heppinn að vera hjá Liverpool og ég myndi vilja halda áfram að vera hér. En leikmaður eins og ég vill spila miklu meira en ég mun gera hjá Liverpool."
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu