Af Asíukeppninni
Átta liða úrslit Asíukeppninnar fóru fram um helgina. Stórleikur þeirra var viðureign Ástrala og Japana í gær. Fyrir keppnina þóttu þessar þjóðir einna líklegastar til að vinna mótið.
Harry Kewell var í byrjunarliði Ástrala. Þetta var hörkuleikur og bæði lið gáfu ekkert eftir. Það var bið á því að mark væri skorað en tuttugu mínútum fyrir leikslok komust Ástralir yfir. Harry Kewell gaf góða sendingu fyrir markið á John Aloisi sem skoraði af stuttu færi. Áströlum hélst ekki vel á forystunni og Naohiro Takahara jafnaði tveimur mínútum seinna eftir slæm varnarmistök. Rétt á eftir var Ástralinn Vincenzo Grella rekinn af leikvelli. Japanir gengu á lagið og voru nær sigri það sem eftir lifði leiks og í framlengingunni. Ekki voru þó fleiri mörk skoruð og grípa varð til vítaspyrnukeppni. Harry Kewell tók fyrstu vítaspyrnu Ástrala en Yoshikatsu Kawaguchi varði frá honum. Hann varði líka spyrnu frá Lucas Neill og Japan vann vítaspyrnukeppnina 4:3. Japan sem er ríkjandi Asíumeistari er því komið í undanúrslit.
Átta liða úrslit Asíukeppninnar fóru sem hér segir.
Ástralía:Japan. 1:1. Japan vann 4:3 í vítaspyrnukeppni.
Írak:Víetnam. 2:0.
Íran:Suður Kórea. 0:0. Kórea vann 4:2 í vítaspyrnukeppni.
Saudí Arabía:Usbekistan. 2:1.
Harry Kewell lék alla fjóra leiki Ástrala og skoraði eitt mark. Hann er nú kominn í langþráð sumarfrí.
Þess má til gamans geta að Asíkeppni landsliða fer fram í fjórum löndum að þessu sinni. Leikið er í Indónesía, Malasíu, Tælandi og Víetnam. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem úrslitamót landsliða í knattspyrnu fer fram í fjórum löndum.
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni