Góð úrslit gegn Colchester
Ungliðar Liverpool gerðu 1:1 jafntefli gegn Colchester United í gær á Layer Road. Aðeins tveir leikmanna Liverpool, sem léku, hafa leikið með aðalliðinu og því verða þetta að teljast mjög góð úrslit því Colchester er í næst efstu deild.
Gary Ablett varaliðsþjálfari Liverpool stillti upp nánast sömu leikmönnum og gerðu markalaust jafntefli við Peterborough fyrir viku síðan en Stephen Darby, Jack Hobbs og Nabil El Zhar höfðu bæst við hópinn. Colchester sem leikur í 1. deild komst yfir á 31. mínútu með marki Clive Platt. Liverpool náði sér á strik í síðari hálfleik og Miki Roque jafnaði leikinn með góðu skoti í markhornið úr miðjum vítateig á 72. mínútu. Huth var nálægt því að skora sigurmark Liverpool undir lokin þegar hann átti þrumuskot af 30 metra færi sem fór hárfínt framhjá. Ungliðar Liverpool hafa þar með gert tvö jafntefli á einni viku gegn deildarliðum og verður það að teljast styrkleikamerki.
Liverpool: Hansen, Roque, Darby, Hobbs, Huth, Spearing, El Zhar (Nemeth 77. mín.), Flynn, Brouwer (Lindfield 66. mín.), Idrizaj og Putterill (Crowther 73. mín.). Ónotaður varamaður: Oldfield.
Áhorfendur á Layer Road: 3.761.
Maður leiksins: Miki Roque.
Hér eru myndir úr leiknum af heimasíðu Colchester United.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!