| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Anthony Le Tallec á förum
Frakkinn ungi Anthony Le Tallec er á förum frá félaginu en talið er að þrjú lið í ensku Úrvalsdeildinni séu með áhuga á honum. Hinn franski Anthony Le Tallec kom til Liverpool ásamt samlanda sínum Florent Sinama Pongolle. Það voru miklar vonir bundnar við þá enda voru þeir taldir tveir af efnilegustu leikmönnum Frakka. Fyrrum framkvæmdarstjóri Liverpool, Gerard Houllier fékk þá til sín og sagði þá vera óslípaða demanta. Hinsvegar þá náði hvorugur að festa sig í sessi hjá Liverpool og Pongolle er nú þegar farinn frá félaginu. Anthony er enn eftir þrátt fyrir að hafa verið meira og minna í láni þrjár síðustu leiktíðir.
Af þeim félögum Le Tallec og Pongolle þá náði sá síðarnefndi að festa sig ögn betur í liðinu. Le Tallec var lánaður til franska liðsins Sochaux á síðastliðnu tímabili. Hann þótti hann standa sig mjög vel þar og varð franskur bikarmeistari. Forráðamenn Sochaux vilja nú endilega kaupa hann til félagsins. Einnig er talið að þrjú lið í ensku Úrvalsdeildinni hafi áhuga á honum.
Þau félög sem að eru sögð vera á eftir honum eru nýliðar Birmingham, Fulham og West Ham. Recreativo Huelva mun líka hafa áhuga á honum en þar leikur einmitt félagi hans Florent Sinama Pongolle.
Le Tallec á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool en er eins og segir líklegur til þess að vera seldur í sumar, enda ekki náð að festa sig í liðinu. Liverpool er sagt vilja fá í kringum tvær milljónir punda fyrir hann, en hann var keyptur á þrjár milljónir frá Le Havre árið 2003. Hann hefur síðan þá leikið þrjátíu og tvo leiki fyrir aðallið Liverpool og eingöngu skorað eitt mark. Markið kom í Evrópuleik gegn Olimpija Ljubljana, sem Liverpool vann 3:0, á leiktíðinni 2003/2004. Á myndinni sést hann einmitt fagna því marki.
Af þeim félögum Le Tallec og Pongolle þá náði sá síðarnefndi að festa sig ögn betur í liðinu. Le Tallec var lánaður til franska liðsins Sochaux á síðastliðnu tímabili. Hann þótti hann standa sig mjög vel þar og varð franskur bikarmeistari. Forráðamenn Sochaux vilja nú endilega kaupa hann til félagsins. Einnig er talið að þrjú lið í ensku Úrvalsdeildinni hafi áhuga á honum.
Þau félög sem að eru sögð vera á eftir honum eru nýliðar Birmingham, Fulham og West Ham. Recreativo Huelva mun líka hafa áhuga á honum en þar leikur einmitt félagi hans Florent Sinama Pongolle.
Le Tallec á tvö ár eftir af samningi sínum hjá Liverpool en er eins og segir líklegur til þess að vera seldur í sumar, enda ekki náð að festa sig í liðinu. Liverpool er sagt vilja fá í kringum tvær milljónir punda fyrir hann, en hann var keyptur á þrjár milljónir frá Le Havre árið 2003. Hann hefur síðan þá leikið þrjátíu og tvo leiki fyrir aðallið Liverpool og eingöngu skorað eitt mark. Markið kom í Evrópuleik gegn Olimpija Ljubljana, sem Liverpool vann 3:0, á leiktíðinni 2003/2004. Á myndinni sést hann einmitt fagna því marki.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan