Enn einn sendur í lán
Liverpool hefur, samkvæmt vefsíðu Sky sport, sent enn einn leikmanninn í lán. Þetta er Spánverjinn Miki Roque sem hefur verið lánaður til spænska liðsins Xerex. Þetta liðið leikur í annarri deild á Spáni.
Miki er ánægður með að hafa fengið tækifæri til að fara til Spánar. "Ég er mjög ánægður með þetta tækifæri. Ég fæ að spila meira á Spáni og þannig öðlast ég reynslu sem kemur mér vel á Englandi. Draumur minn er að verða fastamaður hjá Liverpool en þetta er besti kosturinn fyrir mig núna. Xerex er eitt stærsta félagið í þessari deild og ég vonast til að mér gangi vel hérna."
Miki er sá eini af Unglingabikarmeisturum Liverpool síðustu tveggja ára sem hefur náð að leika með aðalliðinu. Miki hefur leikið einn leik með því.
Miki tók þátt í nokkrum æfingaleikjum Liverpool í sumar. Hann átti mjög góðan leik þegar ungliðar Liverpool gerðu 1:1 jafntefli við Colchester United á dögunum og skoraði mark Liverpool. Hann leikur annað hvort í vörninni eða á miðjunni. Miki var um tíma í láni hjá Oldham Athletic á síðustu leiktíð.
Miki er fimmti leikmaðurinn sem Liverpool lánar í sumar. Hinir eru þeir Godwin Antwi, Danny Guthrie, Paul Anderson og Adam Hammill.
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur