Scott Carson lánaður til Villa
Scott Carson hefur verið lánaður út tímabilið til Aston Villa. Þetta verður í þriðja sinn sem Liverpool lánar þennan efnilega markvörð. Hann var hjá Charlton Athletic á síðustu leiktíð og áður var hann í láni hjá Sheffield Wednesday. Rafael Benítez hefur þó fullyrt að Scott sé ekki til sölu.
Framkvæmdastjóri Villa, Martin O´Neill, er afskaplega ánægður að fá Carson til liðs við Villa: "Hann getur orðið toppklassamarkvörður. Hann aflaði sér mikilvægrar reynslu hjá Charlton þar sem hann stóð sig mjög vel og var mjög sterkur með u-21 árs landsliðinu. Liverpool hefur gert okkur algjörlega ljóst að hann sé ekki til sölu þannig að þetta er eins konar málamiðlun. Ég hefði frekar viljað kaupa hann en við fáum hann í eitt ár og ég er hæstánægður með það."
Scott setti landsleikjamet með enska undir 21. árs landsliðinu í sumar.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!