Frábær sigur!
Steven Gerrard skoraði sigurmark Liverpool á Villa Park í gær með frábæru marki beint úr aukaspyrnu. Nú vill hann fá að taka fleiri aukaspyrnur! Þetta mun fyrirliðinn reyndar hafa sagt í gríni! En honum er alvara með að Liverpool ætli að vera með í baráttunni um enska meistaratitilinn!
"Það er tími til kominn að strákarnir leyfi mér að taka eina aukaspyrnu. Ég er búinn að vera í aðalliðinu í átta ár og þeir leyfa mér aldrei að taka aukaspyrnur því þeir segja að ég skjóti alltaf yfir. Mér tókst að hitta markið í dag en mestu skipti að við skyldum ná að landa þremur stigum. Þetta var frábær sigur og það verður gott að fara í leikinn gegn Chelsea með þrjú stig í safninu.
Á síðustu árum hefur það farið í taugarnar á okkur að við höfum ekki náð að byrja nógu vel. Við höfum oft tapað stigum á klaufalegan hátt og þar af leiðandi lent í eltingarleik við önnur lið. Núna ætlum við okkur að geysast af stað úr startblokkunum og halda okkur í kapphlaupinu um meistaratitilinn."
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen