Verðum að halda okkur á jörðinni
Rafael Benítez er ekki vanur því að þurfa að biðja fólk um að slaka á eftir sigur í fyrsta leik í ensku Úrvalsdeildinni. Hingað til hefur liðið byrjað illa undir hans stjórn en nú hefur fyrsti leikurinn unnist. Benítez veit þó sem er að þetta er aðeins einn leikur og biður fólk um að halda sér á jörðinni.
Næsti leikur í deildinni er gegn Chelsea á sunnudaginn kemur og vill Benítez minna leikmenn sína á að mikil vinna er framundan.
,,Fólk er að tala um hversu mikilvægt það var fyrir okkur að vinna fyrsta leikinn og okkur tókst það. En þetta er bara einn leikur," sagði hann eftir sigurinn. ,,Ég hefði ekki misst trúna ef við hefðum tapað og mér líður eins núna eftir sigurinn. Þetta er aðeins byrjunin. En mér fannst við verðskulda sigur og markmaður þeirra var maður leiksins."
,,Stundum verður maður að hrósa mótherjum sínum og hann, Stuart Taylor, stóð sig mjög vel og varði nokkrum sinnum glæsilega."
Liðið spilaði ágætlega í leiknum og maður leiksins var að sjálfsögðu Steven Gerrard. En Benítez hrósaði Fernando Torres sérstaklega en hann og Dirk Kuyt náðu vel saman í fyrsta leik.
,,Ég var ánægður með það sem Fernando gerði. Hann lagði hart að sér. Hann og Kuyt ollu varnarmönnum þeirra vandræðum og það var hugmyndin upphaflega. Hreyfingar hans voru góðar og leikskilningurinn einnig. Hann átti góðar snertingar og sýndi það sem ég bjóst við að hann myndi sýna."
,,Venjulega þurfa leikmenn meiri tíma þegar þeir ganga til liðs við nýtt félag en skilningur á milli hans og Kuyt var góður frá fyrstu mínútu. Ég tók Torres af velli þegar 20 mínútur voru eftir en það var erfið ákvörðun að velja hvaða leikmaður ætti að fara af velli. Mér fannst við þurfa ferska fætur útá vellinum á lokakaflanum."
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!