Farnir til Frakklands
Leikmenn Liverpool og föruneyti héldu flugleiðis til Frakklands í morgun. Flugvélin sem flutti hópinn fór frá John Lennon flugvellinum upp úr klukkan átta að íslenskum tíma.
Á morgun hefst fyrri hluti rimmu Liverpool og Toulouse í forkeppni Meistaradeildarinnar. Víst er sú rimma verður ekki auðveld því franska deildin er ein sú sterkasta í Evrópu. Liverpool hefði sannarlega getað fengið auðveldari mótherja en franska liðið.
Rafael Benítez gerir sér fulla grein fyrir því erfiða verkefni sem bíður Liverpool. "Við vitum að þetta verður erfiður leikur því franska deildin er sterk. Þetta er mikilvægur leikur fyrir okkur og við verðum að vera tilbúnir fyrir hann. Toulouse hefur góðu liði á skipa og í liðinu eru góðir leikmenn. Við verðum að fara varlega. Það góða, frá okkar sjónarhóli, er að við þurfum ekki að ferðast langt og seinni leikurinn verður leikinn fyrir framan stuðningsmenn okkar. Við vonum að við getum náð góðum úrslitum á morgun og þannig verið í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á Anfield."
Þetta er í fimmta sinn sem Liverpool tekur þátt í forkeppni Meistaradeildarinnar. Hingað til hefur allt gengið að óskum og Liverpool hefur alltaf komist í riðlakeppnina og þar með í gullkisturnar sem henni fylgja. Á síðustu leiktíð var hermt að aðgangur að riðlakeppni Meistaradeildarinnar hefði fært hverju félagi tólf milljónir sterlingspunda! Það má því með sanni segja að rimman við Toulouse sé sú mikilvægasta sem Liverpool þarf að fara í gegnum, frá fjárhagslegu sjónarmiði, á þessari leiktíð!
Á síðustu leiktíð lék Liverpool við ísraelska liðið Maccabi Haifa í forkeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool mátti hafa sig alla við að komast áfram. Liðið vann fyrri leikinn 2:1 á Anfield Road. Seinni leiknum, sem fór fram í Kænugarði lauk með 1:1 jafntefli. Liverpool komst því samanlagt áfram 3:2.
Liverpool fékk silfur í Meistaradeildinni á síðustu leiktíð eftir naumt 2:1 tap fyrir AC Milan í úrslitaleik í Aþenu. Sumir myndu því telja Liverpool næst besta lið Evrópu! Frábær framganga liðsins á síðustu leiktíð telur ekki neitt núna. Viðureignin við Toulouse verður erfið og Liverpool má einfaldlega ekki misstíga sig í henni!
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!