Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Sumt gerist einfaldlega bara oftar en annað. Hvað skyldu til dæmis Liverpool og Chelsea spila oft saman á þessari sparktíð sem nú er nýhafin? Á síðustu leiktíð mættust liðin fimm sinnum. Seinni viðureignin var fimmtánda rimma Liverpool og Chelsea á síðustu þremur leiktíðum! Liðin hafa, í þessum rimmum, leikið saman í öllum keppnum á Englandi auk leikja í Meistaradeildinni. Það er því ekki að undra að þessar viðureignir renni svolítið saman í minninu! Stuðningsmenn Liverpool muna þó sigrana í þessum fimmtán leikjum mjög vel! Hver gæti til dæmis gleymt sigrunum tveimur í undanúrslitum Meistaradeildarinnar og F.A. bikarnum? Skjaldarsigurinn er manni líka í fersku minni.
Hvað sem viðureignirnar liðanna verða margar núna þá er komið að fyrstu viðureign liðanna á þessari leiktíð. Chelsea hefur unnið báða deildarleiki sína hingað til á leiktíðinni. Leikirnir unnust af hörku og það má ljóst vera að liðið kemur gríðarlega sterkt til leiks nú í sumar. Liverpool hefur líka unnið báða leiki sína það sem af er. Því má búast við harðri rimmu á sunnudaginn þegar liðin leiða saman hesta sína á Anfield Road. Eitthvað verður undan að láta og við vorum að Chelsea láti í minni pokann og tapi þriðja leik sínum í röð á Anfield Road!
Liverpool gegn Chelsea á Anfield Road á síðustu sparktíð: Chelsea tapaði tvívegis á Anfield Road og ekki var það til að bæta skap framkvæmdastjóra liðsins! Fyrst mættust liðin í deildinni á Chelsea átti aldrei möguleika í þeim leik. Liverpool gerði út um leikinn í fyrri hálfleik og vann 2:0. Liðin leiddu svo aftur saman hesta sína í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Liverpool vann 1:0 og jafnaði þar sem metin úr fyrri leiknum á Stamford Bridge. Jose Reina tók svo vítaspyrnukeppnina í sínar hendur eins og allir muna!
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Chelsea
Þetta er skothelt jafntefli. Það eina sem ég er ekki viss um er hvort það verður markalaust eða ekki. Ef Liverpool ætlar að eiga einhverja möguleika á að vinna enska meistaratitilinn þá verður liðið að fara að vinna Arsenal, Chelsea og Manchester United. Kannski eiga nýju mennirnir sem voru keyptir í sumar eftir að skipta sköpum í þeim efnum. Þeir gera það þó ekki á sunnudaginn.
Úrskurður: Liverpool v Chelsea. 1:1.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum