| Ólafur Haukur Tómasson
Nýi varamarkvörðurinn Charles Itandje sem að gekk til liðs við félagið fyrir nokkrum dögum síðan hefur varað Jose Manuel Reina aðalmarkvörð liðsins um að hann þurfi að halda sér á tánum ætli hann sér að halda sæti sínu í liðinu því að hann ætli sér að berjast um byrjunarliðssætið.
Hann sagði: "Það er mjög góður markvörður hjá Liverpool sem að er á sínu þriðja tímabili hjá félaginu. Það er augljóst að ég muni vera varamarkvörður en það eru sextíu leikir á tímabilinu og ég mun fá að leika í Deildarbikarnum og Ensku bikarkeppninni."
Itandje sagðist hafa hafnað tilboði frá nýliðunum í Spænsku Úrvalsdeildinni, Almeria þar sem að honum var boðin föst staða í liðinu en hann kaus heldur að fara til Liverpool.
"Ég hefði getað skrifað undir hjá Almeria og átt fast byrjunarliðssæti en ég ákvað að velja ekki auðveldu leiðina. Ég kýs frekar að fara til stórs félags og það er undir mér komið að gera valið fyrir stjórann erfitt. Ég stefni enn að því að ná að komast í franska landsliðið. Ég er þó ekki farinn að sjá mig í bláu treyjunni en ég stefni þangað."
Hann var á bekknum síðustu tvo leiki þegar liðið mætti Aston Villa og Toulouse.
TIL BAKA
Itandje vill byrja inná fyrir Liverpool

Hann sagði: "Það er mjög góður markvörður hjá Liverpool sem að er á sínu þriðja tímabili hjá félaginu. Það er augljóst að ég muni vera varamarkvörður en það eru sextíu leikir á tímabilinu og ég mun fá að leika í Deildarbikarnum og Ensku bikarkeppninni."
Itandje sagðist hafa hafnað tilboði frá nýliðunum í Spænsku Úrvalsdeildinni, Almeria þar sem að honum var boðin föst staða í liðinu en hann kaus heldur að fara til Liverpool.
"Ég hefði getað skrifað undir hjá Almeria og átt fast byrjunarliðssæti en ég ákvað að velja ekki auðveldu leiðina. Ég kýs frekar að fara til stórs félags og það er undir mér komið að gera valið fyrir stjórann erfitt. Ég stefni enn að því að ná að komast í franska landsliðið. Ég er þó ekki farinn að sjá mig í bláu treyjunni en ég stefni þangað."
Hann var á bekknum síðustu tvo leiki þegar liðið mætti Aston Villa og Toulouse.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan