| Ólafur Haukur Tómasson

Þetta var ekki víti!

Liverpool og Chelsea skyldu jöfn í dag þegar að liðin mættust á Anfield. Liverpool komust yfir snemma í leiknum þegar að Fernando Torres afgreiddi boltann fallega í mark Chelsea manna, en jöfnunarmark Chelsea manna kom úr vítaspyrnu þegar vel var liðið á leikinn. Afar umdeild vítaspyrna var dæmd og er Rafael Benítez mjög ósáttur með dóminn og segir að með þessu hafi þrjú stigin verið rænd af Liverpool.

Benítez sagði: "Við sköpuðum nægilega mörg tækifæri til þess að vinna leikinn og við hefðum unnið hann hefði ekki verið fyrir þessa ósýnilegu vítaspyrnu. Dómarinn gerði stór mistök og það er alveg hreint ótrúlegt. Það sáu allir að þetta hafi ekki verið vítaspyrna og það var synd að þetta kostaði okkur tvö stig. Við erum afar vonsviknir vegna þess að við lékum vel gegn góðu liði en dómurinn sem var dæmdur gegn okkur er alveg óútskýranlegur."

Benítez var einnig ánægður með markið sem Fernando Torres skoraði: "Það var mjög gott fyrir Fernando að takast að skora í fyrsta leiknum sínum á Anfield. Þetta var frábær afgreiðsla hjá honum og hann sýndi þau gæði sem að hann býr yfir."
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan