Styles biðst afsökunar
Rob Styles sem breytti heldur betur gangi leiksins á Anfield um helgina hefur beðist opinberlega afsökunar á því að dæma vítaspyrnu á Liverpool gegn Chelsea:
"Allir dómarar vonast til þess að gera ekki mistök en maður getur gert þau og haft þar með áhrif á úrslit leikja. Ég gerði mistök í gær þegar ég dæmdi víti og hafði þar með áhrif á úrslit leiksins og biðst afsökunar á því."
Rob Styles hefur dæmt frá árinu 1996 og dæmdi m.a. úrslitaleik ensku bikarkeppninnar árið 2005 þegar Arsenal bar sigurorð af Manchester United í vítaspyrnukeppni. Hann hefur því mikla reynslu en pressan bugaði hann gjörsamlega í spennandi leik á Anfield sem hann rústaði upp á sitt einsdæmi.
Keith Hackett formaður dómaranefndar sagði einnig að hann hafi komið afsökunarbeiðni til Rafa Benítez og skildist að Styles ætlaði sér einnig að biðja Liverpool persónulega afsökunar.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu