Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Liverpool lék skínandi vel gegn Chelsea um síðustu helgi. Samt olli niðurstaðan vonbrigðum og góður leikur liðsins féll í skuggann af mistökum dómarans. Það er svo sem ekki góður siður að kenna dómurum um þegar illa fer. Það var þó ekki annað hægt en vera reiður út í dómarann þegar hann færði Chelsea vítaspyrnu á silfurfati á Anfield Road. Liverpool virtist hafa leikinn í sínum höndum þegar vítið var dæmt. Þessi mistök dómarans hefðu kannski ekki skipt máli í flestum leikjum en í leikjum gegn sterkustu liðunum má ekkert fara úrskeiðis.
Leikmenn Liverpool verða þó að horfa jákvætt á stöðuna og tryggja að halda áfram á sömu braut og liðið hefur gert í fyrstu þremur leikjum leiktíðarinnar. Liverpool ætti að vinna sigur á Ljósvangi. Það er þó ekkert sjálfgefið í þeim efnum því heimamenn unnu næstu efstu deild á síðustu leiktíð og eru fullir sjálfstrausts. Roy Keane, framkvæmdastjóri Sunderland, hefur náð að búa til góða liðsheild án þess að vera með mjög þekkta leikmenn. Aðalástæðan er fyrir góðu gengi liðsins er sú að leikmenn Sunderland berjast alltaf eins og ljón. Þessari baráttu verða leikmenn Liverpool að vera viðbúnir og hafa svo betur þegar á hólminn kemur! Roy Keane hefur sagt að Liverpool eigi möguleika á að verða enskur meistari á þessari leiktíð. Við skulum vona að hann verði enn sannfærðari um það eftir þennan leik!
Liverpool á Leikvangi ljóssins á síðustu sparktíð: Þar sem Sunderland dvaldi í næst efstu deild á síðustu sparktíð þá léku liðin ekki saman. Síðasta heimsókn Liverpool á Ljósvang var þó vel heppnuð því Liverpool fór heim með þrjú stig eftir 2:0 sigur!
Spá Mark Lawrenson
Sunderland v Liverpool
Ég held að eftir stemmninguna sem síðbúin mörk gegn Tottenham og Birmingham mynduðu þá hafi Sunderland færst til raunveruleikans á laugardaginn gegn Wigan. Framkvæmdastjórinn Roy Keane veit hvers konar lið hann hefur í höndunum og hann hefur náð að átta sig enn betur á stöðu liðsins eftir að hafa séð liði tapa illa á JJB leikvanginum.
Liverpool getur á hinn bóginn, líkt og Manchester United og Chelsea, leyft sér þann munað að tefla fram tveimur mismunandi liðum. Ég á von á öruggum sigri þeirra Rauðu.
Úrskurður: Sunderland v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!