Gabriel Paletta seldur
Liverpool hefur tilkynnt að Gabriel Paletta hafi verið seldur til Boca Juniors í Argentínu.
Gabriel Paletta gerði fjögurra ára samning við Liverpool í fyrra en þá hafði hann sumarið áður leikið frábærlega með argentíska landsliðinu í heimsmeistarakeppni unglinga, þar sem Argentína bar sigur úr bítum. Paletta spilaði sinn fyrsta leik með Liverpool gegn Reading í deildarbikarkeppninni í fyrra og skoraði þá eitt marka Liverpool í 4-3 sigri (sjá mynd). Hann lék alls níu leiki með Liverpool, þar af sex í byrjunarliðinu, en fyrirsjáanlegt þótti að hann myndi ekki fá mörg tækifæri í Liverpool og því var ákveðið að selja hann. Kaupverðið er ekki gefið upp.
Það er kannski kaldhæðnislegt að þessi sala sé tilkynnt einmitt þegar fyrirsjáanlegur skortur er á miðvörðum eftir að tveir slíkir meiddust í gær.
Ekki hefur verið tilkynnt um kaupverðið en talið er að Liverpool hafi um leið keypt Emilano Insúa sem var á láni frá Boca Juniors, fyrir 1,2 milljónir punda. Auk þess fær Liverpool um helming söluverðs Paletta ef hann verður seldur frá Boca og á forkaupsrétt á honum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!