| Grétar Magnússon

Momo Sissoko: ,,Það fyrsta af mörgum"

Það tók hann 75 leiki og ansi mörg skot, en Momo Sissoko gat loksins fagnað sínu fyrsta marki fyrir félagið á laugardaginn.

Sissoko skoraði með skoti af 20 metra færi og má segja að það hafi verið hápunkturinn í leiknum en þessi ungi Malíbúi kom í liðið í staðinn fyrir Steven Gerrard.

Sissoko segist alls ekki vera hættur og vonast hann til þess að bæta mörkum á reikninginn sinn á næstu mánuðum.  Markaskorun hefur kannski ekki verið hans sterkasta hlið en hann viðurkennir að hann myndi vilja hjálpa til með því að skora oftar.

,,Ég er mjög ánægður, ekki aðeins vegna þess að ég skoraði mitt fyrsta mark fyrir félagið, heldur einnig vegna þess að liðið vann.  Þetta voru mjög góð úrslit." Sagði Sissoko

,,Þetta hefur verið lengi að gerast, ég er á mínu þriðja ári hérna.  Ég var mjög hissa að skora en ég vil halda áfram og skora eins mörg mörk fyrir Liverpool og ég get."

,,Sunderland eru með gott lið en við spiluðum vel.  Við verðum að leggja hart að okkur til að vinna leiki.  Það þýðir ekki að tala um titilinn á þessu stigi, við verðum bara að halda áfram að vinna."

Rafa Benítez var einnig ánægður með að sjá Sissoko skora:  ,,Það var mikilvægt fyrir Momo að skora sitt fyrsta mark, og án Gerrard spiluðu Momo og Xabi mjög vel.  Liðið sýndi karakter, spilaði vel og skapaði fullt af færum.  Það mátti sjá sjálfstraustið sem við búum yfir, sérstaklega í síðari hálfleik."

,,Þegar liðið spilar eins og það gerir þá sýnum við að við getum unnið hvaða leik sem er.  Við höfum sýnt að við erum sterkari en áður, en það er enn of snemmt að tala hvað mun gerast á þessu tímabili.  Við verðum bara að halda áfram að leggja hart að okkur og vinna leiki, þá getum við séð ef við höldum okkur nærri toppnum."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan