Carragher og Gerrard ekki með á morgun
Rafael Benítez hefur staðfest að hvorki Jamie Carragher né Steven Gerrard verði með Liverpool í leiknum gegn Toulouse í forkeppni meistaradeildarinnar á morgun. Það var reyndar þegar nánast öruggt að Carragher yrði ekki með eftir að hafa rifbeinsbrotnað á laugardag.
"Hvorugur þeirra verður með í þessum leik. Það er synd því að þeir eru báðir mikilvægir en við erum með nógu marga leikmenn og nógu mikla samkeppni í hópnum til að ráða við ástandið.
Carra líður betur núna, sem eru góðar fréttir. Ég verð að ræða við lækninn til að komast að því hversu lengi hann verður frá. Það er hins vegar ljóst að við verðum að hugsa vel um Steven. Hann gæti verið orðinn heill fyrir leikinn um helgina en við verðum að sjá til. Ég þarf líka að ræða við lækninn fyrst því að ég vil ekki taka áhættuna af því að missa hann í langan tíma. Hann mun halda æfingum áfram í vikunni og síðan sjáum við til með leikinn gegn Derby á laugardag."
Benítez gaf það líka í skyn að hann væri ekki að huga að því að kaupa nýjan miðvörð vegna þessara meiðsla. "Sami Hyypia og Daniel Agger eru til reiðu og Arbeloa getur einnig leyst miðvarðarstöðuna þannig að við höfum nógu marga leikmenn í þessa stöðu."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna