Liverpool-Toulouse, tölfræði
Þetta er 35. árið sem Liverpool spilar í Evrópukeppni, og 18. skiptið sem þeir keppa um Evrópubikarinn sjálfan.
Þetta er í fimmta sinn sem Liverpool spilar í forkeppni meistaradeildarinnar. Í öll fyrri skiptin hefur liðið komist í riðlakeppnina. Í forkeppninni hefur liðið unnið níu sinnum, gert eitt jafntefli og tapað tvisvar. Báðir ósigrarnir komu á Anfield, gegn AK Graz 2004 og gegn Cska Sofiu 2005. Í bæði skiptin töpuðu Liverpool 0-1.
Toulouse er 100. mótherji Liverpool í Evrópukeppni. 99. mótherjinn var einnig franskur - Bordeaux.
Ef Liverpool vinnur leikinn verður það 50. sigur liðsins á Anfield í Evrópukeppni meistaraliða og Meistaradeildinni.
Dirk Kuyt skoraði sitt fyrsta Evrópumark fyrir Liverpool í úrslitaleiknum í Aþenu í vor.
Steve Finnan spilaði í fyrri leiknum gegn Toulouse sinn 50. Evrópuleik, með Liverpool og Fulham.
Liverpool hefur aldrei tapað fyrir frönsku liði á Anfield - liðið hefur unnið sex sigra og gert eitt jafntefli. Aðeins tveir leikmenn, Dominique Bathenay (St. Etienne 1977) og Didier Drogba (Marseille 2004) hafa skorað fyrir andstæðingana í þessum leikjum.
Liverpool hefur skorað 15 þrennur í Evrópukeppninni. Sú síðasta kom í júlí 2005 þegar Steven Gerrard skoraði þrennu gegn TNS á Anfield í forkeppninni.
Peter Crouch hefur skorað sjö mörk í síðustu níu Evrópuleikjum þar sem hann hefur verið í byrjunarliðinu.
Sigurinn í fyrri leiknum gegn Toulouse var sá þriðji á útivelli gegn frönsku liði í Evrópukeppninni. Allir þrír leikirnir unnust 1-0. Sami Hyypia skoraði gegn Auxerre 2004 og Peter Crouch gegn Bordeaux í fyrra.
Steven Gerrard er aðeins einu mark frá því að komast upp að hlið Ian Rush í annað sæti yfir markahæstu menn Liverpool í Evrópukeppni. Rush hefur skorað 20 mörk og Michael Owen 22.
Pepe Reina hélt hreinu í 15. sinn í Evrópukeppninni fyrir Liverpool í fyrri leiknum. Aðeins Ray Clemence (38), Bruce Grobbelaar (18) og Jerzy Dudek (17) hafa oftar haldið hreinu.
Liverpool hefur aldrei fallið úr Evrópukeppni eftir að hafa unnið fyrri leikinn á útivelli.
Núverandi leikmenn Liverpool sem skorað hafa í Evrópukeppninni fyrir félagið eru: Gerrard 19, Crouch 7, Hyypia 6, Riise 4, Kewell 3, Agger 1, Alonso 1, Carragher 1, Kuyt 1, Voronin 1.
Toulouse keppir nú um Evrópubikarinn í fyrsta skiptið.
Félagið var stofnað 1937 og hafa enn ekki unnið frönsku deildina. Liðið hefur einu sinni orðið bikarmeistari - 1957.
Toulouse er betur þekkt fyrir rugby þar sem lið þeirra er að eina sem unnið hefur Evrópubikarinn þrisvar.
Þetta er í þriðja sinn sem liðið kemst í Evrópukeppni, en þeir tóku þátt í UEFA-keppninni 1986-87, og 1987-88. Fyrra tímabilið unnu þeir meðal annars Napoli í vítaspyrnukeppni, en þá lék Diego Maradona með Napoli.
Liðið hefur alls spilað átta leiki í Evrópukeppninni, unnið fjóra og tapa þremur.
Heimavöllur þeirra, Stade de Toulouse, var notaður sex sinnum á HM 1998 og í einum þessara leikja skoraði Michael Owen í 2-1 tapi Englendinga gegn Rúmeníu. Heimsmeistarakeppnin í rugby verður haldin á vellinum í næsta mánuði.
Miðjumaður Toulouse, Laurent Batlles var í liði Marseille sem sigraði Liverpool í UEFA-bikarnum 2004. Liðið komst í úrslitaleikinn en tapaði þar fyrir Valencia, þegar Rafael Benítez var þar stjóri.
Toulouse hefur unnið einn útileik og tapað þremur í Evrópukeppninni. Sigurinn kom í Grikklandi gegn Panionios tímabilið 1987-88. Þeir hafa skorað tvö mörk í þessum útileikjum.
Þrír fyrrum heimsmeistarar hafa spilaði með Toulouse - Fabien Barthez og Vincent Candela (Frakkland 1998) og Amberto Tarantini (Argentína 1978).
Jon Jonsson æfði með Tottenham þegar hann var yngri. Félag hans, IFK Hassleholm fékk greiðslu og tvo leikmenn að láni frá Lundúnaliðinu árið 2000. Annar þessara leikmanna var Peter Crouch.
Á þessari leiktíð hefur Toulouse tapað fyrir Valenciennes, sigraði meistara Lyon 1-0 og tapað 1-3 heima fyrir Strassbourg.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!