"Þetta er ekki búið!"
Rafa Benítez hefur varað leikmenn sína við vanmati og kæruleysi fyrir leikinn gegn Toulouse á morgun. Liverpool fer í leikinn með eins marks forskot, þökk sé stórglæsilegu marki Andryi Voronin. En þó að staðan sé góð ítrekar Benítez að þennan leik verði að klára áður en sæti í riðlakeppninni er í höfn.
"Leikurinn er mjög mikilvægur fyrir okkur og við vitum hvað er í húfi. Ef við viljum komast í riðlakeppnina aftur verður við að vinna okkar vinnu rétt á morgun. Við verðum að vera einbeittir allan tímann.
Ég er alltaf jákvæður og er sannfærður um að við komumst áfram, en leikmennirnir vita að það er einn leikur eftir og við verðum að ná réttum úrslitum. Við vitum að Toulouse eru vel skipulagðir varnarlega og þeir munu reyna að beita skyndisóknum. Ef þeir ná að sækja hafa þeir hraðann og tæknina til að valda vandræðum og við verðum að vara okkur á því.
Yfirleitt skorum við á Anfield þegar við erum með stuðningsmennina á bak við okkur og það er hugmyndin. Ef við náum að skora verður þetta auðveldara fyrir okkur og mun erfiðara fyrir þá. En við verðum að muna að þetta er ekki búið ennþá."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!