| Sf. Gutt

Sjö þúsund deildarmörk!

Markið sem Mohamed Sissoko skoraði gegn Sunderland á laugardaginn var sögulegt í meira lagi. Markið taldist það sjö þúsundasta sem leikmaður Liverpool skorar í deildarleik.

Það var því kannski vel við hæfi að Mohamed Sissoko skyldi skora þetta sögulega mark því markið var það fyrsta sem hann skorar fyrir Liverpool!

Hér að neðan má sjá hverjir skoruðu nokkur af merkilegustu deildarmörkunum sjö þúsund.

Númer 1: 2. september 1892. Malcolm McVean, Middlesbrough Ironopolis:Liverpool. 0:2.

Númer 1000: 12. apríl 1909. Ronald Orr, Liverpool:Sunderland. 3:0.

Númer 2000: 29. desember 1928. Gordon Hodgson, Bury:Liverpool. 2:2.

Númer 3000: 24. desember 1949. Willie Fagan, Liverpool:Everton. 3:1.

Númer 4000: 8. desember 1962. Roger Hunt, Sheffield Wednesday:Liverpool. 0:2.

Númer 5000: 25. mars 1978. Kenny Dalglish, Wolverhampton Wanderes:Liverpool. 1:3.

Númer 6000: 23. mars 1991. Jan Mölby, Derby County:Liverpool. 1:7.

Númer 7000: 25. ágúst 2007. Mohamed Sissoko, Sunderland:Liverpool. 0:2.

Deildarmörkin sjö þúsund hefur Liverpool skorað í 4.109 leikjum.

Roger Hunt hefur skorað flest deilarmörk í sögu Liverpool. Hann skoraði 245 af þessum sjö þúsund mörkum!

Liverpool telst hafa skorað 8695 mörk í 5048 leikjum í öllum keppnum. Er hér miðað við talningu eftir 4:0 sigur Liverpool gegn Toulouse.

Markahæsti leikmaður Liverpool í öllum keppnum er Ian Rush. Hann skoraði 346 af þeim 8695 mörkum sem Liverpool hefur skorað!




TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan