Rhys Jones minnst á Anfield Road!
Augu heimsins hafa verið á Liverpool undanfarna sex daga og ekki af góðu í þetta skiptið. Hið hryllilega morð á Rhys Jones í síðustu viku lamaði íbúa Liverpool. Morðið sló líka almenning um allt Bretland og reyndar um allan heim. Rhys, sem var aðeins ellefu ára, var mikill áhugamaður um knattspyrnu og harður stuðningsmaður Everton. Hann var skotinn til bana þegar hann var á leið heim af knattspyrnuæfingu síðasta miðvikudagskvöld.
Allir þekkja ríginn milli Liverpool og Everton. Hann verður þó lagður til hliðar í kvöld þegar Rhys Jones verður minnst á Anfield Road í kvöld. Rhys Jones verður minnst á einstakan hátt fyrir leik Liverpool og Toulouse. Áður en stuðningsmenn Liverpool syngja You Will Never Walk Alone verður lagið Johnny Todd spilað. Þetta lag, sem var í miklu uppáhaldi hjá Rhys, er alltaf spilað í þann mund sem leikmenn Everton hlaupa til leiks á Goodison Park. Lagið hefur aldrei áður verið leikið á Anfield Road og verður kannski aldrei aftur! You Will Never Walk Alone tekur svo við samkvæmt hefð. Áhorfendur hylla næst minningu Rhys litla með lófataki. Leikmenn Liverpool munu bera sorgarbönd í leiknum. Stephen og Melanie, foreldrar Rhys, verða gestir á leiknum.
Rhys var minnst á Goodison Park á laugardaginn þegar Everton og Blackburn Rovers léku. Leikmenn Everton fóru svo í gær að staðnum þar sem Rhys var myrtur og vottuðu minningu drengsins virðingu sína.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!