| Sf. Gutt

Mark spáir í spilin

Hugleiðing þýðanda: Eftir að hafa rutt Toulouse auðveldlega úr vegi og tryggt farseðil í riðlakeppni Meistaradeildarinnar er aftur komið að deildarkeppninni. Vissulega er nauðsynlegt að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en á þessari leiktíð hugsa ég að flestir eða jafnvel allir stuðningsmenn Liverpool vildu heldur fá enska meistaratitilinn í hús frekar en Evrópubikarinn. Það er líka svo miklu styttra frá því að Evrópubikarinn kom heim á Anfield Anfield Road!

Derby kemur í heimsókn til Liverpool á morgun. Stuðningsmenn Liverpool gera kröfu um sigur í hverjum einasta leik en í þess leik geri ég kröfu um stórsigur. Hér er ekki um að ræða neina vanvirðingu fyrir Hrútunum. Ef miðað er við hvernig Liverpool hefur spilað í síðustu leikjum þá finnst mér einfaldlega að Liverpool eigi að geta skorað eins og fjögur mörk í þessum leik. Það er líka nauðsynlegt að viðhalda þessari góðu siglingu sem Liverpool er nú á!

Annars hefur fólk í Liverpool haft um margt annað að hugsa að undanförnu en gengi liðanna sinn. Hvernig má það vera að saklaus ellefu ára strákur sé myrtur úti á götu? Borgin hefur verið sem lömuð eftir morðið á Rhys Jones. Það var mögnuð upplifun að verða vitni, þó í gegnum sjónvarp væri, að því þegar minning Rhys litla var heiðruð á Anfield Road fyrir leikinn gegn Toulouse á þriðjudagskvöldið. Rígurinn milli Liverpool og Everton á vonandi ekki eftir að minnka! En þetta hryllilega morð hefur fært hugi þeirra Rauðu og Bláu saman. Liverpool er einstök borg og samheldni fólks þar er viðbrugðið. Það var þó ömurlegt að það þyrfti voðaverknað sem þennan til að skapa samkennd eins og þá sem sýnd var á Anfield Road á þriðjudagskvöldið.

Liverpool gegn Derby County á síðustu sparktíð: Þar sem Derby County hefur dvalið í næst efstu deild síðustu sparktíðir léku liðin ekki saman. Liverpool tók síðast á móti Derby undir vor 2002. Michael Owen skoraði bæði mörk Liverpool í 2:0 sigri! Fyrir leikinn tók Michael við Gullknettinum fyrir að vera kosinn Knattspyrnumaður Evrópu árið 2001. Tíminn flýgur!

Spá Mark Lawrenson

Liverpool v Derby County

Vörn Derby hefur verið skelfilega slök það sem af er þessarar leiktíðar. Liverpool hefur nú á skipa mjög sterkum liðshópi og þess vegna verður hægt að hvíla menn og breyta liðinu eftir sigurinn gegn Toulouse í Meistaradeildinni.

Úrskurður: Liverpool v Derby County.3:0.

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan