Jamie Carragher ekki með á morgun
Jamie Carragher verður ekki með Liverpool gegn Derby á morgun. Það gæti hins vegar farið að styttast í að kappinn fari að spila aftur.
"Carra fer fram en hann er ekki tilbúinn ennþá. Kannski verður það eftir tíu daga þó að þeir gætu verið 12 eða 15. Aurelio og Kewell munu halda sínu verki áfram en þeir eru ekki tilbúnir ennþá," sagði Benítez í dag.
Hann sagði heldur ekki ljóst hvort Gerrard yrði með á morgun. "Við viljum ekki taka neina áhættu. Ef við ákveðum að nota hann á morgun yrði það gert með sprautum svo að ég held að það sé best að taka enga áhættu. Við verðum í sambandi við enska landsliðið því að við viljum það sama frá þeim. Hann vill spila alla leiki en við verðum að fara varlega.
Ég veit hversu mikilvægt enska landsliðið er fyrir hann. Ég mun ræða við Steve McClaren og læknarnir okkar munu tala við lækna landsliðsins."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu