Arbeloa lætur að sér kveða
Það reiknuðu ekki margir með því að Alvaro Arbeloa myndi gegna eins stóru hlutverki á þessu tímabili og raun ber vitni.
Jose Reina og Arbeloa eru einu leikmenn Liverpool sem hafa leikið hverja einustu mínútu í leikjum Liverpool á tímabilinu. Arbeloa hefur staðið sig með afbrigðum vel og er meira að segja ekki í sinni í sterkustu stöðu. Arbeloa er að upplagi hægri bakvörður sem getur einnig leyst miðvarðarstöðuna að hendi. Hann átti að veita Steve Finnan samkeppni um stöðu hægri bakvarðar en eins og hann sýndi í sínum fyrsta leik fyrir félagið gegn Barcelona í Katalóníu lét hann ekki sig muna um að halda Lionel Messi í skefjum í stöðu vinstri bakvarðar. John Arne Riise situr nú sem fastast á tréverkinu í kjölfarið.
Arbeloa minnir mann á hinn frábæra Rob Jones, sem varð að leggja skóna á hilluna alltof snemma á ferlinum. Hann er léttur á fæti, leikinn og með svipaða líkamsbyggingu. Ef hann heldur uppteknum hætti kæmi hann til greina sem leikmaður ársins hjá Liverpool.
Rafael Benítez hrósar landa sínum í hástert: "Arbeloa hefur staðið sig vel fyrir okkur hingað til. Hann er ungur, þrekmikill og mun bara verða betri. Hann var ekki vanur vinstri bakvarðarstöðunni en hefur leyst hana af hendi með sóma. Það sýnir hversu góður hann er að hann þurfti að venjast nýju liði og nýrri stöðu en lét það ekki á sig fá. Hann hefur nýtt tækifæri sín vel. Ef hann heldur áfram að leggja hart að sér mun hann leika fjölmarga leiki fyrir okkur á þessu tímabili."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni