Á toppnum!
Stuðningsmenn Liverpool eru búnir að vera óvenju kátir að undanförnu. Ástæðan er sú að Liverpool er nú búið að verma efsta sætið í Úrvalsdeildinn í rúma viku. Liverpool komst í efsta sætið um síðustu helgi eftir að hafa slátrað Hrútunum frá Derby 6:0 á Anfield Road. Vonandi verður Liverpool sem allra lengst á toppnum. Trúlega óska margir stuðningsmenn Liverpool þess bara að leiktíðinni væri lokið hér og nú!
Það er alltof langt um liðið frá því Liverpool hefur verið í þessari óskastöðu. Hvort sem fólk trúir því eða ekki þá er hálfur áratugur liðinn! Það gerðist síðast í október 2002. Liverpool náði þá efsta sætinu eftir að hafa unnið Leeds United 1:0 á Elland Road með marki frá Senegalanum Salif Diao! Þess má til gamans geta að af liðinu sem fór á toppinn fyrir fimm árum spilaði aðeins einn leikmaður gegn Derby um síðustu helgi. Það var Finninn magnaði Sami Hyypia. John Arne Riise lék reyndar gegn Leeds og var í liðshópnum gegn Derby en hann sat á varamannabekknum allan leikinn Derby.
Liverpool hélt efsta sætinu fram í nóvember en þá fór að halla undan fæti. Liverpool hafnaði að lokum í fimmta sæti í deildinni. Leiktíðin átti þó einn sérstakan gleðidag sá var þegar Liverpool vann Deildarbikarinn eftir að hafa unnið Manchester United 2:0 í úrslitaleik!
Hérna er staðan góða eins og hún er núna:-)
Staðan
L | U | J | T | Mörk | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. | Liverpool | 4 | 3 | 1 | 0 | 11:2 | 10 |
2. | Arsenal | 4 | 3 | 1 | 0 | 7:3 | 10 |
3. | Everton | 5 | 3 | 1 | 1 | 8:5 | 10 |
4. | Chelsea | 5 | 3 | 1 | 1 | 7:6 | 10 |
5. | Man. City | 5 | 3 | 0 | 2 | 4:2 | 9 |
6. | Newcastle | 4 | 2 | 2 | 0 | 6:3 | 8 |
7. | Blackburn | 4 | 2 | 2 | 0 | 5:3 | 8 |
8. | Man. Utd | 5 | 2 | 2 | 1 | 3:2 | 8 |
9. | Wigan | 5 | 2 | 1 | 2 | 6:4 | 7 |
10. | Aston Villa | 4 | 2 | 1 | 1 | 5:3 | 7 |
11. | West Ham | 4 | 2 | 1 | 1 | 5:3 | 7 |
12. | Middlesbro | 5 | 2 | 1 | 2 | 7:6 | 7 |
13. | Portsmouth | 5 | 1 | 2 | 2 | 7:8 | 5 |
14. | Tottenham | 5 | 1 | 1 | 3 | 8:8 | 4 |
15. | Fulham | 5 | 1 | 1 | 3 | 8:10 | 4 |
16. | Birmingham | 5 | 1 | 1 | 3 | 6:9 | 4 |
17. | Sunderland | 5 | 1 | 1 | 3 | 3:8 | 4 |
18. | Reading | 5 | 1 | 1 | 3 | 2:8 | 4 |
19. | Bolton | 5 | 1 | 0 | 4 | 7:10 | 3 |
20. | Derby | 5 | 0 | 1 | 4 | 3:15 | 1 |
Staðan er tekin af mbl.is...
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!