Landsleikjamet Scott Carson fallið
Scott Carson setti í sumar leikjamet með undir 21. árs liði Englendinga. Scott lauk landsliðsferli sínum með 21. árs liðinu í sumar þegar hann lék sinn 29. landsleik gegn Hollendingum í undanúrslitum Evrópumóts landsliða þessa aldursflokks. Metið hans stóð ekki lengi og það er nú fallið. James Milner, leikmaður Newcastle United er nú búinn að slá metið. Eftir landsleikjahrinuna að undaförnu er James búinn að leika 31 landsleik!
Scott Carson, sem nú er í láni hjá Aston Villa er þar með búinn að missa metið en næsta skref fyrir hann er að leika með aðallandsliðinu. Hann var valinn í það fyrir síðustu landsleikjahrotu en spilaði ekki. Paul Robinson hélt sæti sínu í tveimur síðustu landsleikjum og David James var varamaður hans.
Einhver blaðamaður spurði Scott, fyrir síðustu tvo landsleiki, hvort hann héldi að hann yrði valinn til að standa í markinu. Scott svaraði þessu til. "Ray Clemence á meiri möguleika á að verða valinn í markið en ég!" Fyrir þá sem ekki vita þá er Ray markvarðaþjálfari enska landsliðsins! Nú getur hver og einn reynt að ráða í þetta svar Scott Carson!
Til gamans þá er hér listi yfir leikjahæstu leikmenn í sögu enska undir 21. árs liðsins.
James Milner (Leeds United og Newcastle United) 31 leikur
Scott Carson (Leeds United og Liverpool) 29 leikir
Jamie Carragher (Liverpool) 27 leikir
Gareth Barry (Aston Villa) 27 leikir
David Prutton (Nottingham Forest og Southampton) 25 leikir
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!