| AB

Harry ósammála Rafa

Harry Redknapp er með skemmtilegri týpum í boltanum og er yfirleitt hreinskilnin uppmáluð. Hann svíkur ekki frekar en fyrri daginn.

Harry segir að hann hefði ekki hvílt sína sterkustu leikmenn eins og Rafa Benítez gerði gegn Portsmouth um helgina: "Við erum allir frábrugðnir hver öðrum. Rafa er snjall náungi og þetta er hans ákvörðun að taka. Ég myndi stilla upp mína sterkasta liði. Þannig er ég bara. Ég er ekki að segja að það sé rétt og hann hafi rangt fyrir sér en svona hugsa ég. Ég myndi aldrei þora því að hvíla leikmenn. Maður tekur mikla áhættu með því en Rafa hefur gert það áður og komist upp með það."

Harry bætti þvi einnig við að hann hafi ekki verið mjög bjartsýnn á að Kanu myndi skora úr vítaspyrnunni sem Portsmouth fékk í leiknum: "Muntari hefði þrumað boltanum sem ég er hrifnari af. Kanu hefur brennt einu sinni af áður og ég treysti honum því ekki um of. Hann hefur staðið sig frábærlega hjá liðinu."

 

 

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan