Steven Gerrard ekki ferskur
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Steven Gerrard hefur ekki verið upp á sitt besta að undanförnu. Hann var til dæmis atkvæðalítilll gegn Birmingham um helgina. Rafa Benítez segir að landsleikirnir sem Steven Gerrard spilaði á dögunum hafi dregið úr krafti hans. Hann var tæpur fyrir landsleikina en lék bæði gegn Ísrael og Rússlandi.
"Landsleikirnir tveir gætu hafa haft lýjandi áhrif á hann. Enska landsliðið vissi álit mitt á því að hann léki þessa landsleiki en allir ræddu um mikilvægi þeirra." Steven Gerrard fór útaf með krampa gegn Ísrael á 70. mínútu en lék allan leikinn gegn Rússlandi.
"Það er á hreinu að leikmenn geta ekki leikið alla leiki í 90 mínútur. Gerrard var ekki 100% ferskur gegn Birmingham. Leikmennirnir verða að vera á fullu allan leikinn og ef maður leikur 90 mínútur í marga leiki í röð án þess að vera 100% lendir maður í vandræðum."
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu