| AB

Dýrmætt tækifæri í kvöld

Sebastian LetoLiverpool mætir Reading í kvöld í deildarbikarnum og nokkrir leikmenn félagsins munu fá einstakt tækifæri til að sýna sig og sanna fyrir stjóranum. Sebastian Leto (á mynd) hefur farið mikinn með varaliðinu, verið duglegur að leggja upp mörk og talið er fullvíst að hann verði í byrjunarliðinu í kvöld. Eins gæti Lucas Leiva byrjað inná sem og Emiliano Insúa, Yossi Benayoun, Nabil El-Zhar, Fabio Aurelio og Jack Hobbs.

Jack Hobbs hefur æft með aðallinu síðastliðna viku eftir að ljóst var að Agger væri meiddur. Jamie Carragher er ekki í vafa um að Hobbs eigi tækifæri skilið: "Hann er fyrirliði varaliðsins. Hann kom frá Lincoln og átti stóran þátt í því að við höfum unnið Unglingabikarinn tvö ár í röð. Jack hefur staðið sig mjög vel á æfingum. Félagið snýst um það að gefa ungum leikmönnum séns á að leika við hlið erlendu leikmannanna okkar. Það væri gott að sjá enskan strák fá verðugt tækifæri. Þetta er í höndum stjórans en ég er viss um að hann myndi nýta tækifærið vel."

Steven Gerrard og Fernando Torres eru einnig í leikmannahópi Liverpool og er talið líklegt að Torres byrji inná í kvöld.

 

 

 

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan