Sáttur með sinn fyrsta leik
Frakkinn Charles Itandje lék sinn fyrsta leik með Liverpool á þriðjudagskvöldið þegar hann stóð í markinu gegn Reading. Liverpool vann sigur í leiknum og Charles var sáttur með fyrsta leik sinn. Enska knattspyrnan hefur þó nú þegar komið honum á óvart.
"Það var mikilvægt að valda ekki tapi og það styrkir alltaf sjálfstraustið að byrja með sigri. Ég velti mér ekki of mikið upp úr hlutunum og reyni frekar að njóta hverrar stundar sem ég spila.
Það sem kom mér mest á óvart var hversu leikmennirnir voru grimmir í loftbardögum. Þjálfarinn var reyndar búinn að vara mig við því að við marverðir fengjum enga sérstaka vernd. Hér er leikið af karlmennsku og eftir því sóttist ég.
Þegar maður kemur til nýs liðs verður maður að vera fljótur til og sýna og sanna hvað í manni býr. Það er sérstaklega mikilvægt þegar maður kemur frá liði sem var í 18. sæti í spænsku deildinni og gengur til liðs borð við Liverpool. Hér eru margir landsliðsmenn sem hafa unnið titla á ferli sínum. Það er mér mikil áskorun að sanna mig við þessar aðstæður."
Charles Itandje er þriðji franski markvörðurinn sem hefur leikið með Liverpool. Pegguy Arphexad lék sex leiki með Liverpool á árunum 2000 til 2002. Patrice Luzi lék svo einn leik með Liverpool árið 2004. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvort Charles nær að láta meira að sér kveða hjá Liverpool en landar hans gerðu.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!