Ánægður með þrennuna
Það er ekki á hverjum degi sem sóknarmenn skora þrennu í leik. Það er því ekki að undra að Fernado Torres sé ánægður þessa dagana eftir að hafa skorað fyrstu þrennu sína fyrir Liverpool gegn Reading á þriðjudagskvöldið
"Ég er virkilega ánægður og ég vona að ég eigi eftir að skora fullt af mörkum í viðbót. Markmið mitt er að leggja mitt af mörkum til að hjálpa liðinu til að standa sig vel í öllum keppnum. Ég vann merkilegt afrek gegn Reading en þetta var sigur liðsheildarinnar og mestu skiptir að við erum komnir í næstu umferð keppninnar.
Mér datt það aldrei í hug í byrjun leiksins að ég myndi skora þrjú mörk. Þetta var erfiður leikur og varnarmenn þeirra völduðu okkur vel. Lykillinn að sigrinum var að finna glufur og auð svæði. Stoðsendingarnar frá þeim Sebastian Leto, John Arne Riise og Steven Gerrard voru líka frábærar.
Ef ég ætti að velja uppáhaldsmarkið markið af þeim þremur, sem ég skoraði, þá myndi ég velja annað markið. Ég held að það hafi verið það fallegasta af þessum þremur. Í fyrsta markinu náði ég að komast fram fyrir varnarmann og stýra boltanum framhjá markverðinum út í hornið fjær. Í öðru markinu sendi John Arne góða sendingu á mig út í teiginn. Steven á heiðurinn af þriðja markinu. Stungusendingin frá honum kom mér á auðan sjó og markvörðurinn var einn til varnar."
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna