Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Leikmenn Liverpool svöruðu gagnrýnendum sínum fullum hálsi gegn Reading eftir andleysið gegn Birmingham um síðustu helgi. Nú er að fylgja því eftir. Næsta mál á dagskrá er að taka hús á Wigan Athletic. Þangað er ekki um langan veg að fara þannig að ekki ætti ferðaþreyta að spilla fyrir möguleikum á góðum úrslitum.
Líklega eru margir stuðningsmenn Liverpool farnir að velta því fyrir sér hvernig Rafael Benítez muni stilla upp liðinu sínu á morgun. Trúlega verður uppstillingin eitthvað í átt að því liði sem teflt var fram gegn Birmingham um síðustu helgi. Ef miðað er við framgöngu leikmanna í þeim leik mætti segja að Javier Mascherano hefði verið eini leikmaður Liverpool sem átti skilið að vera í byrjunarliðinu gegn Reading. Hann var á hinn bóginn ekki með í þeim leik! Þetta sannar að góð framganga veitir leikmönnum Liverpool enga tryggingu fyrir því að halda sætum sínum frá einum leik til annars. Þá má velta því fyrir sér hvort Fernando Torres, besti leikmaður Liveprool gegn Reading, verði í byrjunarliðinu á morgun. Við sjáum til!
Það er hins vegar merkilegt hvað fólk getur svekkt sig á því hversu miklar breytingar Rafael Benítez gerir jafnan á liði sínu. Það er er segja þegar Liverpool vinnur ekki. Enginn segir orð þegar sigur vinnst og það þó liðinu hafi verið breytt. Merkilegt ekki satt? Eða kannski er það ekkert merkilegt! Ég er sjálfur þeirrar skoðunnar að ekki eigi að breyta liðinu of mikið milli leikja. Til dæmis ætti sóknarmaður sem skorar alltaf að spila næsta leik nema hann sé meiddur. En Rafa hefur sínar ástæður og þær verður að virða. Það er jú hann sem ræður!
Liverpool gegn Wigan Athletic á síðustu sparktíð: Craig Bellamy fór hamförum og skoraði tvö mörk þegar Liverpool sótti Wigan heim og vann stórsigur 4:0. Þetta var fyrsti útisigur Liverpool í deildinni. Því miður var komið alltof nærri jólum þegar þessi góði sigur náðist.
Spá Mark Lawrenson
Wigan Athletic v Liverpool
Liverpool er að spila geysilega vel og þó svo að liðinu sé breytt ótt og títt þá eru ekki margir leikir sem þeir misstíga sig í . Liðið gerði jafntefli á útivöllum við Pompey og Porto. Þegar allt er tekið geta það ekki talist slæm úrslit. Það vantaði allt bit í liðið gegn Birmingham en þegar þeir Steven Gerrarnd og Fernando Torres eru í liðinu þá mun liðið vinna svona leiki. Wigan er að reyna að halda sjó og meðan liðið er efst af neðstu sex liðunum eru menn þar á bær sáttir.
Úrskurður: Wigan Athletic v Liverpool. 0:2.
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum