Frábær byrjun hjá Danny
Danny Guthrie, sem nú er í láni hjá Bolton, hefði ekki getað byrjað betur með liðinu en hann gerði í gærkvöldi. Hann skoraði þá fyrir Bolton sem vann 2:1 útisigur á Fulham í Deildarbikarnum. Þetta var fyrsti leikur Danny með Bolton. Markið sem hann skoraði þótti glæsilegt en það var skorað með föstu langskoti. David Healy jafnaði fyrir Fulham. Grikkinn Stelios Giannakopoulus gerði Fulham grikk í framlengingunni þegar hann skoraði sigurmarkið.
Eins og allir muna þá stóð Danny sig mjög vel hjá Southampton þegar hann var í láni þar á síðustu leiktíð. Hann spilaði tólf leiki með Southampton. Danny, sem þykir einn efnilegasti leikmaður Liverpool, hefur spilað sjö leiki með uppeldisfélagi sínu.
Glöggir áhorfendur sáu Xabi Alonso uppi í stúku á Reebok leikvanginum á sunnudaginn þegar Bolton gerði 1:1 jafntefli við Tottenham. En hver var ástæðan fyrir því að Xabi fór að horfa á Bolton? Jú, Xabi var mættur til Bolton til að fylgjast með Mikel eldri bróður sínum sem er nú í láni hjá Bolton frá Real Sociedad. Mikel spilaði síðustu tuttugu mínúturnar gegn Tottenham. Hann spilaði líka gegn Fulham í gærkvöldi en ekki er vitað hvort litli bróðir hans var meðal áhorfenda. Hann gæti hafa verið það því hann er nú að ná sér af ristarbrotinu sem heldur honum frá keppni um þessar mundir.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna