| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Torres ætti að fá meiri vernd
Nú fyrr í vikunni sigraði Liverpool viðureign gegn Íslendingaliðinu Reading í deildarbikarnum. Hinn spænski Fernando Torres fór á kostum í leiknum og skoraði þrjú af fjórum mörkum Liverpool en varð þó fyrir mörgum brotum og spörkum frá leikmönnum Reading. Nú finnst Rafael Benítez kominn tími til að dómarar deildarinnar fari að taka á þessum brotum.
Hann sagði: "Það sem að truflar mig er að fólk talar í sífellu um það hvort að Torres spili eða ekki, en það sem fólk ætti að tala um er hvernig við gætum verndað hann þegar hann spilar. Það er mikið talað um það núna hversu vel hann gat höndlað spörkin í leiknum en af hverju segir fólk ekki að þessi spörk ættu ekki að eiga sér stað?
Ég er hissa á því að fólk sé ekki að tala um að það þurfi að vernda þá leikmenn sem að búa yfir frábærum gæðum. Ef við viljum hafa spennandi leiki fyrir stuðningsmennina þá verðum við að ganga úr skugga um að þeir leikmenn sem geta lífgað uppá leiki geti spilað þá, en verði ekki bara sparkaðir niður og verði að fara útaf."
Benítez bætti svo við: "Varðandi Torres þá halda varnarmenn að þeir þurfi að sparka í hann til þess að geta stöðvað hann og það er undir dómurunum komið að stöðva það. Ég ætla ekki að gera athugasemd varðandi dómarann í leiknum gegn Reading, þið getið skoðað þetta sjálf. Torres var tæklaður mjög harkalega á fyrstu mínútum leiksins og það hefði getað orsakað að hann yrði frá vegna meiðsla í mánuð."
Það er greinilegt að þetta fer mikið fyrir brjóstið á Benítez enda mjög skiljanlegt þar sem leiðinlegt væri að missa einn af skæðustu leikmönnum liðsins í meiðsli vegna óþverrabragða andstæðingana. Ég persónulega hef sjálfur verið var við að það sé oft sparkað svona í vissa leikmenn víðsvegar um heim og vona ég bara að því linni enda leiðinlegt að horfa á þannig.
Hann sagði: "Það sem að truflar mig er að fólk talar í sífellu um það hvort að Torres spili eða ekki, en það sem fólk ætti að tala um er hvernig við gætum verndað hann þegar hann spilar. Það er mikið talað um það núna hversu vel hann gat höndlað spörkin í leiknum en af hverju segir fólk ekki að þessi spörk ættu ekki að eiga sér stað?
Ég er hissa á því að fólk sé ekki að tala um að það þurfi að vernda þá leikmenn sem að búa yfir frábærum gæðum. Ef við viljum hafa spennandi leiki fyrir stuðningsmennina þá verðum við að ganga úr skugga um að þeir leikmenn sem geta lífgað uppá leiki geti spilað þá, en verði ekki bara sparkaðir niður og verði að fara útaf."
Benítez bætti svo við: "Varðandi Torres þá halda varnarmenn að þeir þurfi að sparka í hann til þess að geta stöðvað hann og það er undir dómurunum komið að stöðva það. Ég ætla ekki að gera athugasemd varðandi dómarann í leiknum gegn Reading, þið getið skoðað þetta sjálf. Torres var tæklaður mjög harkalega á fyrstu mínútum leiksins og það hefði getað orsakað að hann yrði frá vegna meiðsla í mánuð."
Það er greinilegt að þetta fer mikið fyrir brjóstið á Benítez enda mjög skiljanlegt þar sem leiðinlegt væri að missa einn af skæðustu leikmönnum liðsins í meiðsli vegna óþverrabragða andstæðingana. Ég persónulega hef sjálfur verið var við að það sé oft sparkað svona í vissa leikmenn víðsvegar um heim og vona ég bara að því linni enda leiðinlegt að horfa á þannig.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan