| Sf. Gutt

Djibril hlakkar til að koma aftur til Liverpool

Þeir Djibril Cissé og Boudewijn Zenden snúa heim á formar slóðir annað kvöld þegar Liverpool leikur gegn Marseille í Meistaradeildinni. Djibril hlakkar mikið til að spila aftur á Anfield Road. Það er þó ekki víst að Djibril fái tækifæri til að spila þennan leik því hann á við meiðsli að stríða.

"Þegar drátturinn fór fram leit ég til Bolo Zenden til að sjá gegn hvaða liðum við ættum að spila. Um leið og við drógumst gegn Liverpool fór ég beint í símann og hringdi í Steve. Ég spurði hann hvort hann væri tilbúinn í þetta. Hann hló og sagði að þeir myndu vera tilbúnir í slaginn.

Ég er viss um að það verður magnað andrúmsloft á leiknum. Það er eitthvað ótrúlegt við mikilvæga Evrópuleiki sem eru spilaði að kvöldlagi á Anfield. Kannski er það hin mikla hefð sem liðið hefur skapað sér í Evrópukeppnum sem myndar þetta andrúmsloft. Ég vona bara að það verði ekki baulað á mig. Þetta á eftir að vera mjög tilfinningarík stund fyrir mig að hitta gömlu liðsfélagana mína og spila svo á móti þeim. Ég hlakka mikið til að sjá alla stuðningsmenn Liverpool aftur.

Það verður undarleg tilfinning að spila á Anfield undir merkjum annars félags en ég er mjög ánægður með að fá aftur tækifæri til að sjá stuðningsmennina aftur. Ég á svo margar góðar minningar frá því ég spilaði hérna. Úrslitaleikirnir í í Meistaradeildinni, Stórbikarnum og F.A. bikarnum. Mér finnst að ég sé tengdur sterkum böndum þessu félagi. Sigurinn í Istanbúl var hápunkturinn á ferli mínum hérna. Þetta var geggjaður leikur og brjálæðislegt kvöld. Það mun enginn leikmaður nokkurn tíma gleyma þessari kvöldstund og það sama má segja um stuðningsmennina. Leikmennirnir og stuðningsmennirnir sem voru þarna þetta kvöld bundust tryggðaböndum og það mun aldrei fara úr minni mínu."

Djibril Cissé lék 79 leiki með Liverpool og skoraði 24 mörk. Hann varð Evrópumeistari og Stórbikarmeistari með Liverpol árið 2005. Hann vann svo F.A. bikarinn vorið 2006. Djibril skoraði í öllum þessum úrslitaleikjum.

Boudewijn Zenden lék 47 leiki með Liverpool og skoraði tvö mörk. Hann vann tvo titla á ferli sínum hjá Liverpool. Fyrst varð hann Stórbikarmeistari árið 2005 og svo vann hann Skjöldinn árið eftir.

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan