Markus Babbel dýrkar enn Liverpool
Markus Babbel var einn af burðarásum Liverpool-liðsins sem vann Fimmuna árið 2001. Babbel á glæstan feril að baki Bayern München, þýska landsliðinu og Liverpool. Hann hætti nýverið knattspyrnuiðkun eftir að hafa bætt enn einni rósinni í hnappagatið í vor þegar hann hjálpaði Stuttgart að vinna þýska meistaratitillinn í fyrsta sinn í 15 ár.
Hann ákvað að leggja skóna á hilluna 35 ára gamall og taka við stöðu aðstoðarframkvæmdastjóra Stuttgart sem er vonandi fyrsta skrefið á farsælum þjálfaraferli.
"Ég ætlaði alltaf að hætta sem leikmaður eftir síðasta tímabil því að mig langaði ekki að spila lengur. Þá fékk ég frábært tilboð frá Stuttgart um að gerast aðstoðarþjálfari liðsins allavega næstu tvö árin. Það kom mér á óvart að fá tækifæri svo snemma en ég stefni á að verða framkvæmdastjóri í framtíðinni og það er fullkomið að hefja þjálfaraferillinn hér."
Babbel hélt nýverið til Glasgow þar sem hann rakst á gamlan liðsfélaga sinn frá Liverpool, Gary McAllister. Eins og kunnugt er kom Guillan-Barré sjúkdómurinn í veg fyrir margra ára farsælan feril Babbel hjá Liverpool en ekkert getur fjarlægt minningarnar frá árinu 2001þegar Liverpool vann fimm titla undir stjórn Gerard Houllier. "Þetta var besti tími ævi minnar. Ég lék fyrir eitt af stærstu félögum Evrópu við hlið Gary, sem er goðsögn í mínum augum því hann er svo frábær karakter og leiðtogi. Við unnum fimm titla saman. Þetta var einstakur tími og það var sorglegt að ég skyldi veikjast og ná aldrei sama sessi. Ég var óheppinn að því leyti en þessu tímabili mun ég aldrei gleyma."
Babbel fylgist enn með Liverpool að sjálfsögðu enda segist hann vera "aðdáandi félagsins fyrir lífstíð": "Liverpool hefur loks nógu sterkt lið til að vinna Úrvalsdeildina og Meistaradeildina. Hópurinn er ekki eingöngu skipaður 11 sterkum leikmönnum, heldur 25 virkilega góðum leikmönnum og ef þeir sleppa við meiðsli getur Liverpool lagt hvaða lið sem er að velli því að liðið er svo sterkt í vörn, miðju og sókn sérstaklega eftir að Fernando Torres kom til liðsins, sem er sú týpa af framherja sem Liverpool hefur skort undanfarin ár."
Markus Babbel dreymir um framkvæmdastjórastöðu og er ekki efins um hvaða liði hann vildi helst stýra: "Ég vildi gjarnan taka við bresku liði einn góðan veðurdag. Ég elska breska leikstílinn og sérstaklega ástríðuna sem fylgir stórum félögum eins og Liverpool. Auðvitað væri stærsti draumur minn að fara aftur til Anfield sem framkvæmdastjóri, en ég á ýmislegt eftir ólært áður en það getur orðið að veruleika."
-
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur!