Menn geta ennþá bætt sig
Jafnvel þó að Liverpool hafi ekki fengið eins fá mörk á sig í byrjun tímabils í 30 ár segir Rafael Benítez við varnarmenn sína að þeir geti ennþá bætt sig. Steve Finnan talar einnig um leikinn í kvöld.
Ekki síðan leiktíðina 1977-1978 hefur liðið fengið á sig eins fá mörk í fyrstu sjö leikjunum í deildinni. Pepe Reina hefur aðeins fengið á sig þrjú mörk, öll úr vítum og ekki þarf að minnast á hversu vægur vítaspyrnudómurinn gegn Chelsea var.
Benítez segir hinsvegar að varnarmenn sínir megi ekki gleyma sér yfir velgengninni.
,,Ég held að við séum að verjast vel, en ég held að við getum einnig bætt okkur. Ég er viss um að við getum bætt okkur," sagði Benítez.
,,Það er hægt að greina nokkra leiki og spyrja: Af hverju gerðum við þessi eða hin mistökin ? Og ég svara því þannig að við getum bætt okkur. Stöðugleiki í varnarleiknum og það að fá ekki á sig mörk er mjög mikilvægt. Ég held að við getum bætt okkur aðeins meira með því að koma í veg fyrir að mótherjarnir fái marktækifæri."
Steve Finnan segir að þrír sigrar á heimavelli í Meistaradeildinni sé það sem liðið stefni að og vill hann byrja með sigri á Marseille í kvöld.
Hann sagði: ,,Við stefnum að sjálfsögðu að því að vinna alla okkar heimaleiki. Ef við fáum níu stig á heimavelli plús jafnteflið í Porto þá gæti það jafnvel dugað okkur í 16-liða úrslitin. Hafandi sagt þetta erum við líka vanir því að ná góðum úrslitum á útivelli þannig að við vitum að við getum sótt stig þar ef við þurfum."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!