Upplýsingar frá innherjum
Tveir fyrrum leikmenn Liverpool eru nú í herbúðum Marseille. Þeir Djibril Cissé og Boudewijn Zenden eru öllum hnútum kunnugir í herbúðum Liverpool. Framkvæmdastjórar Liverpool og Marseille, Rafael Benítez og Erik Gerets, gera sér fulla grein fyrir kostum þess og göllum að hafa fyrrum leikmenn Liverpool á sveimi á Anfield Road. Gæti vitneskja þeirra skipt sköpum í kvöld?
Rafael Benítez: "Það er eðlilegt að allir þeir leikmenn sem fara frá félagi vilji standa sig vel þegar þeir spila gegn sínum gömlu félögum. Við vitum að Djibril getur skorað mörk. Hann á eftir að verða okkur hættulegur og Boudewijn Zenden er reyndur leikmaður. Hann veit allt um leikaðferðir okkar svo það væri kannski hyggilegt að breyta eitthvað til! Vonandi vita hinir leikmenn liðsins ekki svo ýkja mikið um okkur þannig að við getum komið þeim á óvart. En það er ljóst að þessir tveir þekkja okkur vel því þeir voru í okkar röðum í tvö eða þrjú ár. Þeir vita því næstum allt um okkur. Við erum þó búnir að breyta um leikmenn og leikaðferðirnar eru ekki alveg eins svo ég held að við getum komið þeim eitthvað á óvart.
Erik Gerets: "Það er mikilvægt að við höfum tvo fyrrum leikmenn Liverpool í liðinu okkar. Ég vona bara að það sem þeir hafa sagt mér um Liverpool sé satt og rétt því annars verður þeim refsað almennilega! Við höfum rætt um Liverpool við þá báða og þeir hafa báðir getað veitt okkur áhugaverðar upplýsingar."
Í kvöld kemur í ljós hvort þeir Djibril Cissé og Boudewijn Zenden geta látið að sér kveða á sínum gamla heimavelli. Við vorum að svo verði ekki. Á hinn bóginn er næsta víst að þeir eiga eftir að fá góðar viðtökum hjá stuðningsmönnum Liverpool og það eiga þeir skilið.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!