"Ein versta frammistaðan undir minni stjórn"
Rafael Benítez var ekki að skafa af hlutunum eftir leikinn gegn Marseille í gærkvöldi. Liðið spilaði afar illa í leiknum og stjórinn lét þá skoðun sína berlega í ljós.
"Þetta var slagur leikur hjá okkur, við spiluðum ekki vel og fengum engin færi. Þetta var augljóslega ekki okkar dagur. Það væri hægt að lýsa þessum leik sem einni verstu frammistöðu liðs sem ég hef stjórnað, í það minnsta á Anfield. Við sköpuðum kannski eitthvað í lokin, en það var ekki nóg."
Benítez svaraði gagnrýni um lið sitt, meðal annars yfir því að nota ekki Torres og Crouch nóg, svona: "Það má alltaf ræða liðsvalið, og við höfum rætt um stór nöfn, en þessi stóru nöfn spiluðu ekki vel frá upphafi."
Næstu leikir Liverpool í meistaradeildinni eru heiman og heima gegn neðsta liðinu, Besiktas. Staðan sem Liverpool er komið í þýðir að þessir tveir leikir verða að vinnast ef ekki á illa að fara.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!