Mark spáir í spilin
Hugleiðing þýðanda: Eftir frábæra byrjun á leiktíðinni hefur nú dregið bliku á loft. Eftir slakasta heimaleik Liverpool í áraraðir má segja að liðið spili sinn mikilvægasta leik á leiktíðinni á sunnudaginn. Kannski má undanskilja leikina við Toulouse í forkeppni Meistaradeildarinnar því þeir voru lykillinn að gullkistum Knattspyrnusambands Evrópu. Vissulega má segja og það með réttu að Liverpool standi prýðilega að vígi í ensku deildinni. Það er aftur á móti staðreynd að Liverpool liði hefur verið mjög ósannfærandi eftir að það náði toppsætinu í deildinni fyrir mánuði. Ef frá er dreginn fínn leikur liðsins, þegar liðið vann góðan sigur á Reading í Deildarbikarnum, er ekki yfir miklu að gætast. Leikmenn Liverpool hafa aðeins skorað eitt mark í síðustu þremur deildarleikjum og þótt enginn þeirra hafi tapast er það deginum ljósara að nú verða menn á Anfield Road að berja sig saman. Sumir telja að liðið hafi aldrei leikið verr á heimavelli í Evrópuleik en gegn Marseille á miðvikudagskvöldið. Eftir svoleiðis hörmung er óhætt að segja hingað og ekki lengra.
En hvað hefur farið úrskeiðis eftir byrjunina góðu? Sumir telja að brotthvarf Paco, hægri handar, Rafa sé um að kenna. Ég á mjög bágt með að trúa því að brotthvarf eins þjálfara, þótt óumdeilanlega snjall sé, setji heilt knattspyrnulið þrautreyndra leikmanna á hliðina. Mér fannst Rafa ratast rétt á munn þegar hann sagði leikmenn liðsins hafa brugðist gegn Marseille. Steven Gerrard er einn þeirra sem þarf að taka sig á. Hann hefur ekki verið svipur hjá sjón eftir tábrotið í sumar. Forráðamönnum Liverpool hefði verið nær að banna honum að taka þátt í síðustu landsleikjahrotu. Steven og félagar hann hljóta að geta meira og nú verða þeir að sýna hvað í þeim býr.
Sú var tíðin að Tottenham hafði ekki unnið leik á Anfield Road frá því Titanic sökk. Það er vonandi að gengi liðsins gegn Liverpool á Anfield Road á sunnudaginn kemur verði með þeim hætti er tíðkaðist á þeim árum! Þá getum við stuðningsmenn Liverpool átt von á góðum degi.
Liverpool gegn Tottenham Hotspur á síðustu sparktíð: Liverpool vann öruggan sigur 3:0 á Anfield Road. Mark Gonzalez, Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu mörkin. margir muna líklega eftir dauðafæri sem Tottenham misnotaði nokkrum sekúndum áður en Mark skoraði. Það var vendipunktur í leiknum því Liverpool fór upp og skoraði í næstu sókn. Vendipunktur eins og ger gerast hvað gleggstir.
Spá Mark Lawrenson
Liverpool v Tottenham Hotspur
Ég held að Spurs muni upplifa sterk viðbrögð Liverpool eftir annan Evrópuleik liðsins sem olli vonbrigðum. Þetta ætti að vera mjög opinn leikur því leikir Tottenham virðast alltaf vera þannig nú til dags. Liðið átti frábærri endurkomu þegar það náði 4:4 jafntefli við Aston Villa. Liðið er á hinn bóginn ekki með um þessar mundir og allir vita hvaða örlög bíða Martin Jol. Það má segja að hann bíði eftir aftökunni. Það er virkilega furðuleg aðstaða sem hann er í en mín skoðun er sú að það sé stjórn Spurs sem sé búin að koma honum í þessa stöðu.
Úrskurður: Liverpool v Tottenham Hotspur. 2:1.
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!