Liverpool-Tottenham: Tölfræði
Á síðasta tímabili vann Liverpool leik þessara liða á Anfield 3-0. Mark Gonzalez skoraði fyrsta mark sitt í deildinni fyrir félagið, og 200. markið í deildinni gegn Spurs, og Dirk Kuyt og John Arne Riise skoruðu hin mörkin.
Liverpool hefur haldið hreinu í fjórum leikjum í röð í deildinni gegn Tottenham.
Liverpool hefur ekki tapað sex síðustu deildarleikjum gegn Tottenham, bæði heima og heiman.
Á síðasta tímabili vann Liverpool báða deildarleikina gegn Tottenham í 12. sinn, og í 3. sinn síðan úrvalsdeildin var stofnuð.
Fyrsti deildarleikur Liverpool undir stjórn Rafa Benítez var gegn Tottenham í ágúst 2004.
Liverpool hefur ekki tapa síðustu 13 deildarleikjum gegn Spurs á Anfield, unnið níu og gert fjögur jafntefli.
Peter Crouch byrjaði feril sinn hjá Tottenham en lék aldrei með aðalliðinu. Hann lék sinn fyrsta deildarleik með Liverpool gegn Tottenham á White Hart Lane í september 2005.
Síðasta þrenna Liverpool gegn Spurs kom á Anfield 1974. Phil Boersma skoraði þá þrennu.
Javier Mascherano lék sinn þriðja og síðasta leik í byrjunarliði West Ham gegn Tottenham í október í fyrra.
Þó að Liverpool hafi tapað á heimavelli gegn Marseille á miðvikudag hefur liðið aðeins tapaði einum af síðustu 38 deildarleikjum á Anfield.
Síðasta deildarmarkið sem Liverpool fékk á sig í leik (þ.e. ekki úr vítaspyrnum) var skorað af Darren Bent í maí. Bent var þá hjá Charlton, en er nú hjá Tottenham.
Ef Liverpool nær að skora tvö mörk hefur liðið skorað 300 mörk undir stjórn Rafa Benítez.
Síðan úrvalsdeildin var stofnuð hafa liðin leikið 30 leiki þar. Liverpool unnið fjórtán leiki og tapað sjö . Á Anfield hefur Liverpool unnið tíu leiki, gert fjögur jafntefli og tapað einum leik.
Jamie Carragher skoraði sjálfsmark í báðum deildarleikjunum gegn Tottenham tímabilið 1998-99.
Liverpool hefur aðeins tapað einum af síðustu tíu deildarleikjum heima og heiman.
Sigurmark Yossis Benayoun gegn Wigan á laugardaginn var þýðir að Liverpool fékk sitt 400. stig á útivelli í ensku úrvalsdeildinni. Fyrir leikinn voru þau 397.
Sami Hyypia heldur upp á 34 ára afmæli sitt á leikdegi.
Liverpool hefur enn ekki fengið á sig mark í deildinni á þessu tímabili fyrr en á 62. mínútu leiks.
Síðasti sigur Spurs á Anfield var 25. ágúst 1993. Þá skoraði Teddy Sheringham bæði mörkin í 2-1 sigri.
Stærsti sigur Liverpool á Anfield var í september 1978, 7-0. Þetta er enn stærsta tap Tottenham í deildinni. Liverpool hefur fimm sinnum tapað fyrir Tottenham á Anfield - í öll skiptin með einu marki.
Robbie Keane skoraði síðasta deildarmark Tottenham gegn Liverpool á Anfield í apríl 2005.
Paul Saltieri var rekinn útaf í 1-0 sigri Liverpool í janúar 2006.
Síðan 1912 hefur Spurs aðeins unnið þrisvar í 61 deildarleik á Anfield.
Jermaine Jenas og Young Pyo-Lee léku sinn fysta leik fyrir Spurs gegn Liverpool í London í september 2005. Það sama gerði Paul Robinson í ágúst 2004. Michael Dawson lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham á Anfield í apríl 2005, sem og Ledley King árið 1999.
Spurs hefur aðeins fengið tvö stig á útivelli á þessu tímabili. Þeir hafa gert jafntefli við Fulham og Bolton en tapaði 1-0 fyrir Sunderland og Manchester United.
Tottenham lé 59 leiki í öllum keppnum á síðasta tímabili - einum meira en Liverpool. Þeir komust í undanúrslit í deildarbikarnum og 8-liða úrslit í enska bikanum og UEFA-bikarnum.
Spurs endaði síðast fyrir ofan Liverpool í deildinni á tímabilinu 1970-71.
Þeir hafa endað í fimmta sæti síðustu tvö tímabili - sem er þeirra besti árangur í ensku úrvalsdeildinni.
Dimitar Berbatov skoraði fyrir Bayer Leverkusen í 4-2 sigri liðsins á Liverpool í 8-liða úrslitum meistaradeildarinnar árið 2002. Hann lék einnig gegn Liverpool í 16-liða úrslitunum árið 2005.
Síðasta þrenna Tottenham gegn Liverpool var skoruð af Jimmy Greaves, en hann skoraði fjögur mörk á White Hart Lane árið 1963.
Á þessu tímabili hefur Spurs aðeins sex stig eftir átta leiki. Aðeins tvö stig hafa komið á útivelli, gegn Fulham (3-3) og Bolton (1-1).
Þeir hafa fengið á sig 12 mörk í síðustu fimm deildarleikjum, gerðu jafntefli 4-4 við Aston Villa á mánudag eftir að hafa verið 1-4 undir þegar rúmar 20 mínútur voru eftir.
Aðeins Derby (21) og Reading (18) hafa fengið á sig fleiri mörk en Spurs (16) í deildinni í vetur.
Hins vegar hafa aðeins Arsenal (16) og Portsmouth (15) skoraði fleiri mörk en Tottenham (14).
Eins sigur Spurs í deildinni í vetur kom gegn Derby County (4-0) á White Hart Lane um miðjan ágúst.
Þeir hafa aðeins haldið hreinu í þremur af síðustu 36 deildarleikjum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!