Alonso og Agger gætu spilað á móti Everton
Xabi Alonso og Daniel Agger hefur verið sárt saknað eftir að þeir meiddust báðir gegn Porto í Meistaradeildinni. Nú gera þeir félagar sér vonir um að vera búnir að ná sér í tæka tíð fyrir nágrannaslaginn gegn Everton.
Hvorki Agger né Alonso þurftu að gangast undir aðgerð þrátt fyrir að hafa brotið bein í fæti og talið var að þeir þyrftu 4-6 vikur til að jafna sig. Rafa Benítez sagði í síðustu viku að þeir væru 2-3 vikum frá því að snúa aftur til leiks.
Alonso er talinn líklegri til að spila gegn Everton og verða það að teljast góðar fréttir ef að minnsta kosti annar þeirra tveggja nær að snúa aftur gegn Everton. Þó væri ekki verra ef Agger myndi ná að leysa Sami Hyypia af því líklegt er að Finninn stóri spili mikið með Finnum nú í landsleikjahlénu.
Næstu leikir eru gríðarlega mikilvægir fyrir Liverpool, eftir nágrannaslaginn fer liðið til Istanbúl og spilar við Besiktas í leik sem nánast verður að vinnast og næsti deildarleikur eftir það er svo gegn Arsenal á Anfield.
-
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær -
| Heimir Eyvindarson
Ættleiddur Scouser búinn að skrifa undir! -
| Sf. Gutt
Einbeitum okkur bara að næsta leik! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Mummi
Mikið fjör á árshátíð Liverpoolklúbbsins! -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah gerir nýjan samning! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Næsta víst! -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu