Fabio Aurelio vill spila gegn Everton
Fabio Aurelio stefnir að því að leika með Liverpool í grannaslagnum gegn Everton annan laugardag. Hann missti af leiknum gegn Tottenham vegna smávægilegra kálfameiðsla.
"Þetta er ekki alvarlegt. Vöðvinn rifnaði aðeins og vonandi get ég byrjað að æfa aftur í næstu viku. Þegar maður hefur lent í alvarlegum meiðslum eins og ég og spilar síðan nokkra leiki er eðlilegt að vera í smá vandræðum. Ég er bara feginn að þetta gerðist rétt fyrir landsleikjahlé þannig að ég missi ekki af mörgum leikjum.
Ég hef verið óheppinn með meiðsli síðan ég kom til Liverpool en ég vil ekki líta til baka. Ég vil líta fram á við og vona að ég geti sýnt stuðningsmönnunum hvað ég get."
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!