Harry Kewell að verða klár
Harry Kewell getur bráðlega farið að æfa á fullu með Liverpool en hann hefur enn ekki leikið með Liverpool á þessu tímabili síðan hann meiddist í Asíubikarkeppninni í sumar.
Meiðslasaga Kewell hefur verið ótrúlega löng en Benítez vonast nú til að hann geti bráðlega tekið þátt í harðri baráttu um sæti í liðinu. "Hann hefur lagt hart að sér hjá sjúkraliðinu og í næstu viku gæti hann farið að æfa eða hlaup með öðrum í aðalliðinu. Harry er mjög mikilvægur fyrir okkur. Hann hefur hraða og getur skorað mörk auk þess sem hann getur einnig spilað í sókninni fyrir aftan aðalframherjann. Slíkur leikmaður verður alltaf mikilvægur."
Þó að Rafael Benítez hafi keypt Ryan Babel og Youssi Benayoun í sumar til að spila á kantinum hefur hann enn trú á Kewell. "Hann hefur bæði mikla hæfileika og reynslu. Við þurfum á slíkum leikmönnum að halda það sem eftir er tímabilsins."
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!