Heilagur Mikjáll nálgast markamet enskra
Heilagur Mikjáll nálgast nú landsliðsmet enska landsliðsins í markaskorun. Hann er nú aðeins níu mörkum á eftir methafanum. Michael Owen skoraði þrjú landsliðsmörk fyrir enska landsliðið í síðustu landsleikjahrinu. Hann skoraði eitt mark í 3:0 sigri á Ísrael og tvö þegar enskir lögðu rússneska björninn 3:0. Seinna markið gegn Rússum var 40. landsliðmark hans. Nú verður gaman að sjá hvort Michael bætir við mörkum í þeirri landsleikjahrinu sem hefst í dag.
Þetta eru markahæstu leikmenn í sögu enska landsliðsins.
Bobby Charlton (Manchester United), 1958 til 1970, 49 mörk í 106 landsleikjum.
Gary Lineker (Leicester City, Everton, Barcelona og Tottenham Hotspur), 1985 til 1992, 48 mörk í 80 landsleikjum.
Jimmy Greaves (Chelsea, AC Milan Tottenham Hotspur og West Ham United), 1959 til 1967, 44 mörk í 57 landsleikjum.
Michael Owen (Liverpool, Real Madrid og Newcastle United), 1998 til ????, 40 mörk í 80 landsleikjum.
Þrír af fyrrum leikmönnum Liverpool eiga landsleikjamet í markaskorun fyrir sínar þjóðir. Þetta eru þeir Kenny Dalglish, Ian Rush og Jari Litmanen. Kenny deilir skoska metinu með Denis Law. Þeir skoruðu 30 landsliðmörk. Ian skoraði 28 fyrir Veilsverja og Jari hefur skorað jafn mörg mörk fyrir Finna. Jari gæti bætt við mörkum því landsliðsferill hans er enn ekki opinberlega á enda. Michael hefur því skorað flest landsliðsmörk af öllum leikmönnum Liverpool. Ef svo fer fram sem horfir er alls ekki útilokað að Michael Owen slái að auki markmet enska landsliðsins áður en yfir lýkur.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna