Torres í stífri meðferð
Unnið er hörðum höndum að því á Melwood að gera Fernando Torres kleift að leika gegn Everton á laugardaginn. Hann missti af leik Spánverja gegn Dönum vegna meiðsla í læri í svokölluðum "Adductor" sem kallast aðfærsluvöðvi (þökkum Gunnari Sigfússyni fyrir þá þýðingu) en hér á myndinni má sjá hvar aðfærsluvöðvinn er.
Auðvitað er mikilvægt að koma Torres í gang fyrir fyrsta Merseyside-nágrannaslaginn sinn enda verður Liverpool að snúa blaðinu við eftir slakt gengi að undanförnu. Það fór illa á Goodison Park á síðasta tímabili þegar Liverpool beið 3-0 ósigur og hafa því Rauðliðar harma að hefna gegn Blánefjum.
Torres ætlar sér ekki að missa af leiknum: "Ég hef leikið í nágrannaleikjum áður. Ég lék fyrir Atletico gegn Real Madrid og ég hlakka til þessa leiks. Ég ætla mér að vera til í slaginn fyrir laugardaginn. Mér hefur verið sagt hversu sérstakur þessi leikur er og ég vil ekki missa af þessum leik."
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni