Helmingslíkur á að Alonso spili
Xabi Alonso er í kapphlaupi við tímann um að jafna sig af brotnu beini í fæti fyrir leikinn gegn Everton. Hann er byrjaður að æfa á fullu eftir að hafa verið aðallega í líkamsræktarsalnum eftir að meiðslin komu upp.
,,Ég hef tekið framförum," sagði Alonso við opinbera heimasíðu Liverpool. ,,Síðustu daga hef ég byrjað að skokka á ný á vellinum, það eru góðar fréttir vegna þess að ég hef verið að eyða mínum tíma í líkamsræktarsalnum."
,,Það er mikill léttir að vera farinn að æfa aftur úti á vellinum og eins og staðan er núna þá lítur þetta vel út, en ég veit ekki hvort ég nái að vera klár í leikinn gegn Everton."
,,Sú staðreynd að þetta er nágrannaslagur gerir mig ekkert æstari í að spila. Ég er alltaf áfjáður í að ná mér sem fyrst eftir meiðsli. Ég vil koma til baka eins fljótt og auðið er en ég verð að hugsa um fótinn. Ég verð að sjá til hvernig mér líður í fætinum þegar nær dregur."
Ef Alonso nær ekki að spila gegn Everton er mjög líklegt að hann spili gegn Besiktas í Tyrklandi á miðvikudaginn í næstu viku.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna