Viljum ekki selja Peter Crouch!
Rafael Benítez hefur loksins tjáð sig um stöðugan orðróm þess efnis að Peter Crouch sé á leið frá félaginu. Fjölmiðlar hafa í allt haust verið uppfullir af fregnum þess efnis að Peter verði seldur til annars liðs í janúar. Manchester City, Newcastle og Aston Villa eru meðal þeirra liða sem nefnd hafa verið. Rafael hefur nú tekið af öll tvímæli um framtíð risans hjá Liverpool.
"Fólk hefur rætt um Peter Crouch í tvo mánuði, en hann er okkar leikmaður og við viljum ekki selja hann. Hann er góður drengur, mikill atvinnumaður og góður leikmaður. Það er greinilegt að liðið eins og það er nú, með fjóra framherja, þýðir að samkeppni eykst um stöður, en ég er ekki í neinum vandræðum því að Crouch er góður leikmaður."
Fernando Torres og Dirk Kuyt eru báðir tæpir fyrir leikinn gegn Everton á laugardag og því er ekki ósennilegt að Peter Crouch fái tækifæri í grannaslagnum.
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!