Paul Anderson lætur að sér kveða
Hér er önnur frétt frá nýliða okkar á liverpool.is, Arnari Magnúsi Róbertssyni.
Hinn efnilegi leikmaður Liverpool Paul Anderson heldur áfram að skína skært en hann hefur staðið sig með eindæmum vel í lánsdvöl sinni hjá Swansea City í ensku annarri deildinni (League One).
Paul Anderson hefur skorað sex mörk það sem af er tímabilinu og er markahæsti maður liðsins ásamt framherjanum Jason Scotland. Paul hefur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og hróður hans borist víða:
"Ég fór á Melwood og nokkrir strákanna voru að stríða mér vegna þess að það var rætt um mig á Sky Sports. Ég var hægri bakvörður þegar ég var yngri og ekki mikill markaskorari þá. Það var enginn kantmaður á lausu og þegar ég var 15 ára var mér troðið út á kantinn. Ég skoraði yfirleitt 5 til 10 mörk en hef aldrei verið kominn með 6 mörk í miðjum október. Ég ætlaði mér að skora allavega 10 mörk á tímabilinu fyrir Swansea en stefni nú á 15 mörk."
Roberto Martinez þjálfari Swansea sem einnig er góðvinur Rafael Benítez sagði að hann hefði áhuga á að halda Paul Anderson hjá liðinu.
Paul hafði þetta að segja um málið:
”Það var virkilega gott að heyra um áhuga frá Swansea, og það er gott að vita að maður sé eftirsóttur. En eins og stendur þá ætla ég ekkert að hugsa um þetta fyrr en eftir tímabilið. Ég væri líka til í að vera áfram hjá Liverpool ef þeir vilja mig.”
”Í raun stendur þetta og fellur með Liverpool, ef þeir vilja mig þá verð ég áfram hjá þeim, ef ekki er Swansea mjög líklegur áfangastaður enda er þetta frábært lið.”
Það er gaman að fylgjast með Paul Anderson og sjá honum fara svona mikið fram og ég held að Liverpool ætti að reyna að halda í hann aðeins lengur enda strákurinn mikið efni.
-
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku!