| AB

Hann sýndi of mikla ástríðu??

Rafa Benítez hefur skýringu á reiðum höndum vegna útafskiptingar Steven Gerrard og hrósar svo Momo Sissoko í bak og fyrir eftir nágrannaslaginn gegn Everton.

Gerrard var skipt útaf fyrir Lucas Leiva á 71. mínútu og virtist heldur undrandi þegar hann sá númerið sitt. 

Benitez var með þetta allt á hreinu í leikslok: "Steven Gerrard er frábær leikmaður en við stefndum á sigur og ég varð að taka ákvarðanir. Stevie vildi leika áfram. Ég reyndi að tala við hann en hann var of svekktur og nú bíð ég færis til að ræða þetta við hann í rólegheitum. Hann mun skilja ástæðuna fyrir þessa enda vill hann veg liðsins sem mestan.

Sumir leikmannanna léku af of mikilli ástríðu. Við urðum að halda boltanum betur og spila betur innan liðsins. Við vorum að missa boltann og þeir ollu okkur vandræðum með löngum sendingum.

Lucas er klassaleikmaður. Við urðum að stjórna leiknum því við vorum einum manni fleiri. Lucas er góður í að halda boltanum og senda hann. Hann var nálægt því að skora. Hann er mjög góður strákur sem er klókur á velli og ég býst við miklu af honum.

Sissoko stóð sig frabærlega. Ef hann missti ekki boltann svona oft frá sér væri hann besti leikmaðurinn í hverjum leik. Hann hleypur meira en allir aðrir, endurheimtir fleiri bolta en aðrir og dekkar svæði fyrir samherja sína. Hann verður að bæta markaskorun sína en ég er mjög ánægður með hann.

Mascherano var að gæta svæðisins fyrir framan miðverðina og ég varð að skipta út leikmanni sem gat leikið í kringum miðjumennina."

Gerrard varð því fyrir valinu og er skiljanlega svekktur en heldur þó ró sinni: "Þetta særði mig og ég var svekktur því að ég er heimamaður og nágrannaslagurinn er mér mikils virði. Ég mun ræða við framkvæmdastjórann um þetta atvik en ég mun ekki lemja hurðina á honum útaf þessu. Við munum ræða málin og halda því fyrir okkur. Ég hef verið nógu lengi í boltanum til að vita að ég mun ekki spila hverja einustu mínútu og get verið tekinn útaf eins og allir aðrir."

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan